Að berjast við ofveiði

0
1013
FAO ofveiði

?? 75 ára afmæli – 75 dæmi um að Sameinuðu þjóðirnar skipti sköpum ??

Níutíu af hundraði af öllum fisktegundum sem veiddar eru í atvinnuskyni eru nýttar til fullnustu eða ofveiddar. FAO landbúnaðar- og matvælastofnun Sameinuðu þjóðanna fylgist með fiskveiðum í heiminum. 

75 ára afmæli SÞ
75 ára afmæli SÞ

Það er einnig í verkahring hennar að meta ástand fiskistofna. Hún starfar með ríkjum til að bæta stýringu fiskveiða og ppræta ólöglegar fiskveiðar. Þá vinnur FAO að því að efla ábyrg alþjóðaviðskipti með fisk og vernda ofveiddar tegundir og umhverfið.

Ríkisstyrkir

Listinn yfir vanda sjávarins er langur. Eitt atriði krefst þó tafarlausrar athygli og það eru ríkisstyrkir til sjávarútvegs.

Það er vissulega sláandi að 90% tegunda sé fullnýttar, ofveiddar eða gengið verulega á stofna. Einnig er það alvarlegt að enginn vafi leikur á því að ríkisstyrkir leika stórt hlutverk. Án þeirra væri auðveldara að draga úr ofnýtingu fiskistofna og minnka fiskveiðiflotann. Einnig að takast á við ólöglegar, óskráðar og óreglubundnar fiskveiðar.

Næring og tekjur

Brýnt er að hafa í hug að 17% af allri dýra-eggjahvítu sem neytt er í heiminum kemur úr fiski.Hlutfallið er enn hærra í fátækustu og minnst þróuðu ríkjunum eða 26%. Hafið er jafnframt mikilvæg tekjulind. Nærri 60 milljónir manna starfa við fiskiðnað og fiskeldi. Talið er að 200 milljónir starfa tengist sjávarútvegi.

Í mörgum verkefna FAO er sjónum beint að góðum stjórnunarháttum, að ákvarðanataka nái til sem flestra og að innleiða bestu starfsaðgerðir. FAO stendur að baki frumkvæði sem kennt er við “Bláan vöxt”. Þar er reynt að samþætta umherfislega-, félagslega og efanahgslega þætti til að tryggja sem jafnastan ávinning fyrir samfélögin.

MótumFramtíðOkkar #UN75