Að binda enda á kynþáttaaðskilnað í Suður-Afríku

0
651
75 ára afmæli SÞ

?? 75 ára afmæli – 75 dæmi um að Sameinuðu þjóðirnar skipti sköpum (28) ??

SÞ75 logo

 

Sameinuðu þjóðirnar áttu stóran þátt í að brjóta á bak aftur apartheid-kerfið eða kynþáttaaðskilnað í Suður-Afríku. Nefna má sem dæmi  vopnasölubann og samning til höfuðs kynþáttaaðskilnaði í íþróttum.

Árið 1984 voru haldnar kosningar þar sem allir Suður-Afríkubúar höfðu atkvæðisrétt og leiddi til ríkisstjórnar allra kynþátta.

Á dagskrá frá upphafi

Uppræting hins lögbundna kynþáttaaðkilnaðar (apartheid á Afrikaans-tungu afkomenda fyrstu hollensku landnemanna) var á dagskrá Sameinuðu þjóðanna frá stofnun þeirra. 22.júní 1946 óskaði indverska stjórnin eftir því að misrétti sem Indverjar sættu í Suður-Afríku skyldi rætt á fyrsta fundi Allsherjarþings samtakanna.

Á næstu áratugum áttu Sameinuðu þjóðirnar sinn þátt í alheimsbaráttunni gegn apartheid með því að beina athyglinni að ómannúðlegri hlið stjórnarfarsins. Þá var komið á vopnasölubanni og stuðningur við olíusölubann samtþykktur auk sniðgöngu kynþáttaaðskilnaðarsinna á mörgum sviðum.

#MótumFramtíðOkkar #ShapingOurFuture #UN75