Að koma í veg fyrir stríð

0
734
Að tryggja frið

?? 75 ára afmæli – 75 dæmi um að Sameinuðu þjóðirnar skipti sköpum ??

Mikilvægur hluti starfs Sameinuðu þjóðanna er stjórnarerindrekstur og sáttaumleitanir sem hafa að markmiði að hindra að átök brjótist út. Sameinuðu þjóðirnar voru stofnaðar 1945 á þeim rústum sem Síðari heimsstyrjöldin skildi eftir sig. Eitt helsta markmið samtakanna var að tryggja frið í heiminum og öryggi.

SÞ75 logo

Styrjaldir hafa í för með sér ómældar mannlegar þjáningar og efnahagslegan skaða. Besta leiðin til að forðast slíkt er einfaldlega að hindra að átök brjótist út.

Erindrekar og sendisveitir

Sameinuðu þjóðirnar hafa mikilvægu hlutverki að gegna í því að hindra að átök brjótist út, og nota til þess stjórnarerindrekstur og fiðarumleitanir. Sérstakir erindreka samtakanna og póitiskar sendisveitir á vettvangi gegna þessu hlutverki.

Frá 1990 hafa SÞ bundið enda á fjölmörg átök ýmist með eigin friðarviðleitni eða á vegum þriðju aðila með stuðningi samtakanna.

Sjá nánar hér: https://bit.ly/2uLZWx4

MótumFramtíðOkkar #UN75