Eþíópi í Samalandi

0
630
Samar
Andualem Gebremichael er að læra samísku

Eþíópíumaðurinn Andualem Gebremichael er stærðfræðingur að mennt. Hann ver hins vegar dágóðum tíma hvern dag í að æfa sig í að læra sagnbeygingar í Samamálum og syngja svokallaða joik söngva Sama.

Fátítt er að útlendingar leggi sig eftir því að læra tungumál Sama. 80 – 135 þúsund Samar eru dreifðir um fjögur ríki í norður-Evrópu. Sumum þykir vel í lagt að þeir tali ekki færri en níu, sumir segja 11, tungumál. Reyndar hafa margir þeirra tapað móðurmáli sínu. Því tala færri en tuttugu þúsund manns norður-samísku sem er útbreiddasta Sama-málið. Mál frumbyggja eiga víða undir högg að sækja og var reynt að spyrna fótum við þróuninni með því að halda Ár tungumála frumbyggja heimsins árið 2019.

Samar búa í Sápmi sem áður var kallað Lappland og nær yfir nyrstu héruð Noregs, Svíþjóðar, Finnlands auk Kola-skaga í Rússlandi.

87 eþíópísk mál

Samar Andualem Gebremichael Þessi harðbýlu , stjálbýlu og snjóþungu héruð eru eins ólík Afrikuríkinu Eþíópíu, heimalandi

Andualem Gebremichael  og hugsast getur. Eþíópia er meir en milljón ferkílómetrar að flatarmáli og íbúarnir um 115 miljónir talsins. Og að sem meir er þar eru töluð 87 tungumál. Amharíska er opinbert mál ásamt fimm öðrum en flestir tala þó oromo eða um þriðjungur íbúa.

Gebremichael ólst upp í Addis Ababa og lauk doktorsprófi við Agder háskóla. Í doktorsritgerð sinni braut hann til mergjar þýðingu stærðfræðikennslu fyrir menntskólanema og beindi sjónum sínum að tengslum á milli menningar og lærdóms.

Sama-háskólinn

Þegar Gebremichael var í atvinnuleit bauðst honum kennarastarf við Sama-hásólann í Kautokeino. Böggull fylgdi þó skammrifi. Gebremichael hafði þrjú ár til þess að ná það mikilli færni í samísku að hann gæti kennt á málinu. Þótt hann væri orðinn fimmtugur tókst hann á við þessa áskorun. Hann hefur sökkt sér á bólakaf í tungumál og menningu Sama.

„Það er mikilvægt að nemendur geti lært á móðurmáli sínu. Það hefur mikil áhrif á námsárangur,“ segir Gebremichael í viðtali.

Háskóli Sama er æðsta menntastofnun Sama í Noregi. Námsskráin er löguð að þörfum Sama. Lögð er áhersla á að þróa akademískt tungumál Sama. Háskólinn er opinn öllum Sömum hvaðanæfa að.

Sólrík Eþíópía og freðin túndran

Samar Andualem Gebremichael Gebremichael viðurkennir fúslega að það hafi verið erfitt að aðlagast lífinu í Norður-Noregi. Hann bæti hins vegar við að „hvað sem ólíku veðurfari líður í hinni sólríku Eþíópíu til frostsins á Norðurslóðum, þá þarf nám alltaf að vera virkt og skemmtilegt. Slíkt næst aðeins með menningarlegum skilningi.“

Eins og fyrr greinir er tungumála-fjölbreytni ekkert nýtt í hans huga því opinber mál landsins eru sex að tolu. Sjálfur lærði hann stærðfræði á amharísku og ensku. Hann lærði líka norsku samhliða doktorsnáminu í suður-Noregi. Og nú vinnur hann hörðum höndum við að bæta einu tungumálinu enn við.

Að stuðla að friði

Skilningur á milli ólíkra menningarheima er þýðingarmikill í innbyrðis tengdum heimi og má segja að það sé kjarninn í starfi Sameinuðu þjóðanna.

„Stríð byrjar í hugarfari karla og kvenna. Það er líka í huga karla og kvenna sem vörnin fyrir heimsfriði hefst,“ segir eþíópíski stærðfræðingurinn.

Sjá einnig hér um Sama .