Að vernda vistkerfi verndar samfélög

0
669

 Fenja- eða leiruviður eru tré sem vaxa við strendur sem eru þau einu sem þrífast í saltvatni. Leiruviðarskógar og vistkerfi þeirra efla fæðuöryggi og hagsæld samfélaga við sjávarsíðuna um allan heim. Leiruviðurinn sýgur í sig koltvísýring og því er enn meiri ástæða til að hafa áhyggur af því hve hratt gengið er á hann vegna athafna mannsins. Alþjóðlegur dagur verndar vistkerfa leiruskóga er 26.júlí á vegum UNESCO; Mennta-, vísinda og menningarstofnunar Sameinuðu þjóðanna.

Af þessum sökum er brýnt að tekin sé upp stefnumótun sem miðar að því að vernda leiru- eða fenjaviðarskóga (mangroves) og sjálfbærni sé leiðarljós í nýtingu þessara mikilvægu vistkerfa stranda.

Þessir skógar eru vistkerfi sem eru á mörkum lands og sjávar. Algengastir eru þeir í hitabeltis- og heittempruðum svæðum í heiminum. Leiruviðarskógarnir stuðla að fæðuöryggi og hagsæld á afar fjölmennum svæðum. Efnahagslegt verðmæti vistkerfa leiruviðar er þungt á metunum þegar hvatt er til skilvirkari nýtingu hans.

Strandbyggðir

Leiru- eða fenjaviðarskógar skapa kjör-lífsskilyrði fyrir margar fisktegundir og skeldýr. Af þeim sökum eru þeir mikilvægir sjávarútvegi enda eru þeir klakstöðar og uppvaxtarsvæði. Þessi skógar skipta því sköpum um fæðuöryggi milljóna manna.

Ekki aðeins er fiskurinn sem þaðan kemur mikilvæg uppspretta eggjahvítuefnis íbúanna heldur einnig dýra á borð við apa, dádýr, fugla og kengúra. Fjölbreytni lífríkisins tryggir almennt ríkulegri matvælaframleiðslu.   

Leiruviðarskógar eru einnig náttúruleg vörn stranda gegn stormum, flóðbylgjum, hækkandi yfirborði sjávar og landrofi. Í ljósi loftslagsbreytinga og hækkandi yfirborðs sjávar sem þeim fylgir, vex mikilvægi þessara vistkerfa til muna sem vörn fyrir viðkvæm samfélög.

Þá eru leiruviðarskógar og gróðurmoldin undir þeim umfangsmiklar geymslu fyrir koltvísýring. En loftslagsbreytingar hafa aukið álaga á leiruviðarskógana og grafið undan koltvísýrings-föngun þeirra. geymsluget þeirra.

Alvarlegt tjón

Því miður er talið er að þeir hverfi þrisvar til fimm sinnum hraðar en skógar almennt. Samkvæmt nýlegu mati þekja leiruviðarskógar helmingi minna svæði en fyrir fjörutíu árum. Aðallega hefur verið gengið hratt á þá í Asíu og við Kyrrahafið auk Mið-Ameríku.    

Margs konar athafnir mannsins hafa valdið því að leiruviðarskógar minnka.   Því miður hefur iðnaður sem hefur félagslegar- og efnahagslegan ávinning í för með sér fyrir íbúa í nágrenni leiðurviðarskóga neikvæð áhrif á vistkerfin.  

Stefnumótun

 Víða hafa hefðbundin samfélög nýtt leiruviðarskóga á skynsaman hátt og hafa hagsmunir beggja farið saman. Hins vegar hefur iðnaður og stórtækar aðferðir nýtt þá á ósjálfbæran hátt víða.

Því er brýnt að þeir sem móta stefnu um allan heim hafi sjálfbærni í huga þegar samskiptum íbúa og vistkerfa stranda er fundinn farvegur.

Efnahagslegur hvati er skilvirkt stjórntæki til að hvetja til ábyrgrar hegðunar. Þá ber að viðurkenna og veita þeim umbun sem stuðla að endurheimt viskterfa.