Alnæmisfaraldurinn 40 ára: fyrir líflínuna

0
673
Mymd af Birni Björmssyni: Einar Sebastian

Ljósmyndarinn Einar Sebastian heiðrar minningu æskuvinar síns með ljósmyndasýningu í Reykjavík í þann mund sem þess er minnst að 40 ár eru frá upphafi HIV/Alnæmisfaraldursins. 

Útgangspunktur sýningarinnar eru tvær myndir, af höfundi, og látnum æskuvini hans Birni Björnssyni. Björn lést úr alnæmi 1995, þá 35 ára að aldri. Andlátið bar að höndum aðeins nokkrum vikum áður en lyf við alnæmi kom á markaðinn. Þetta lyf hafði hins vegar í för með sér það að margir úr vinahópi Björns fengu óvænta líflínu og lifa enn.

„Ég tók myndir að beiðni Björns 1994 tæplega ári áður en hann lést. Á einni myndanna  túlkar hann sjálfan sig eins og hann sá sig,” segir Einar Sebastian.

Sjalfsmynd: Einar Sebastian

„Ég tók síðan mynd af sjálfum mér nokkrum mánuðum eftir dauða Björns. Mynd þar sem ég geri upp sjálfan mig með það í huga að við gætum hugsanlega sýnt saman í framtíðinni, ég hér, og Björn að handan eða úr annarri vídd,” segir Einar og bætir við:

„Nú þegar heimurinn sætir árás nýrrar veiru sem herjar á allt mannkynið, þá á þetta persónulega verk erindi inn í samtímann.”

Verkin eru einskonar kaflar i lífi tvegga aðila sem mynda síðan eina heild þar sem hugmynd er eins og í bóka, þar sem kaflaskipti eru verða í lífi manneskjunnar og tengjast hugmyndum höfundar um dauðann sem einhverskonar byrjun frekar endir.

40 ára afmæli

  1. júní 2021 er talinn marka 40 ára afmæli HIV/Alnæmis faraldursins. Þann dag 1081 birti bandaríska smitsjúkdóma-efirlitið grein sjúklinga sem veikst höfðu af því sem síðar fékk nafnið HIV og alnæmi.

Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna boðar til fundar málsmetandi fullrúa aðildarríkja í annari viku júnímánaðar um alnæmi. Búist er við að samþykkt verði ný markmið í viðspyrnu við faraldrinum fyrir 2025. Markmiðið er að hafa bundið enda á alnæmi fyrir 2030.

Samkvæmt nýrri skýrslu Alnæmisstofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNAIDS) hefur fjöldi sýktra sem njóta HIV-lyfjameðferðar þrefaldast frá árinu 2010. Dauðsföllum tengdum alnæmi hefur fækkað um 43% frá 2010 að verulegu leyti þökk sé lyfjagjöf. Árangur hefur einnig náðst í að fækka HIV smitum, en heldur minna eða um 30% frá 2010. 1.5 milljón smituðust af HIV á síðasta ári, 2020, miðað við 2.1 milljón árið 2010.