Alþjóðleg samvinna til höfuðs fátækt

0
564
Alþjóðlegur dagur góðgerða
Teikning af móður Teresu

Góðgerðastarf eins og sjálfboðaliðastarf og framlög til góðgerðamála almennt skapa félagsleg tengsl. Jafnframt stuðlar það að opnari og þolbetri samfélögum. Alþjóðlegur dagur góðgerða er 5.september.

Góðgerðastarf getur linað verstu áhrif hamfara. Það er góð viðbót við opinbera þjónustu í heilsugæslu, menntun og barnavernd. Góðgerðastarf er víða lóð á vogarskálarnar í menningu, vísindum, íþróttum og verndun menningarlegrar og náttúrulegrar arfleifðar.

Þá styður það við bakið á mörgum sem standa höllum fæti eða eru á jaðri samfélagsins.

Í Heimsmarkmiðunum um sjálfbæra þróun sem samþykkt voru í september 2015, lýstu Sameinuðu þjóðirnar því yfir að uppræting fátæktar í öllum sínum myndum, þar á meðal sárafátækt, væri alþjóðleg áskorun og frumforsenda sjálfbærrar þróunar.

Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna samþykkti árið 2012 að 5.september ár hvert skyldi vera Alþóðlegur dagur góðgerða í viðurkenningarskyni við starf góðgerðastamtaka og einstaklinga, þar á meðal Móður Teresu.

Dagurinn 5.september var valinn vegna þess að það er dánardagur Móður Teresu, en hún hlaut friðarverðlaun Nóbels árið 1979 og var tekin í dýrlingatölu af Frans páfa í gær.