COP27: Guterres segir ögurstund runna upp

0
392
COP27 Guterres
COP27 í gær. Mynd: UNCLimate

COP27. Loftslagsbreytingar. António Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna hvatti samningamenn á COP27 til að hætta gagnkvæmum ásökunum og leitast við að ná samningi. COP27 Loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Sharm el-Sheikh í Egyptalandi á að ljúka síðdegis á föstudag.

Guterres sagði við komu sína til Egyptalands eftir að hafa sótt fund G20 rikjanna á Bali, að ögurstund væri runnin upp í viðræðunum. Hann sagði að ágreiningur ríkti og óvíst um niðurstöðu.

„Gagnkvæmar ásakanir eru uppskrift að tortímingu. Ég er hingað kominn til að ákalla alla aðila til að standa undir nafni og takast á við stærsta vanda sem mannkynið glímir við. Heimurinn fylgist með og krefst þess að við skilum árangri.“

Deilur eru á milli ríkra og snauðra þjóða og ríkra þjóða. Guterres sagði nauðsynlegt að byggja upp traust með metnaðarfullu og trúverðugu samkomulagi um svokölluð „tjón og töp“ þróunarríkja vegna loftslagsbreytinga og fjárstuðnings við þau.

Heimurinn er að brenna

COP27
Mynd:
UNclimatechange

„Við þurfum aðgerðir. Það getur enginn neitað tjóni og töpum um allan heim. Við horfum upp á heiminn brenna og drukkna.“

Þá sagði hann að markmið Parísarsamningsins um að takmarka hlýnun jarðar við 1.5 gráðu á Celsius, væri lífsnauðsyn. „Þetta snýst ekki um að halda því marki á lífi, heldur að halda fólki á lífi.“

Það yrði að brúa bilið á milli markmiða og þeirrar losunar sem ætti sér stað. Hann hvatti til samstöðu-samnings í loftslagsmálum.

Þátttakendur á COP27 stilla sér upp fyrir myndatöku
Þátttakendur á COP27 stilla sér upp fyrir myndatöku. Mynd: UNClimate

„Þróuðum ríkjum ber að taka forystuna í að minnka losun í slíkum samningi,“ sagði Guterres.

Hann sagði að standa yrði við gamalt fyrirheit um að veita 100 miilljörðum dala á ári til þróunarríkja vegna loftslagsmála.

„Klukkan tifar og traustið dvínar. Þátttakendur í COP27 hafa tækifæri til að skipta sköpum, hér og núi. Égt hvet þá til skjótra aðgerða.“