Loftslagsbreytingar: Endurnýjanleg orka skiptir sköpum

0
25
Hrein orka
Alþjóðlegurd dagur hreinnar orku

80% heimsbyggðarinnar er háð innfluttu jarðefnaeldsneyti, eða 6 milljarðar manna. Samt sem áður er endurnýjanlega orku að finna í öll ríkjum, sem hefur enn ekki verið beisluð að fullu. Alþjóðlegur dagur hreinnar orku er haldinn í fyrsta skipti 26.janúar 2024.

Alþjóðasamtök um endurnýjanlega orku (IRENA) telja að 90% af rafmagnsframleiðslu í heiminum, verði sótt til endurnýjanlegra orkugjafa fyrir 2050. Slíkt tryggi efnahagslega fjjölbreytni, skapi atvinnu og dragi úr fátækt.

Maður festir sólarorkunema á þak
Möguleikarnir til að beisla sólarorku eru nánst óþrjótandi. Mynd: Bill Mead/Unsplash

Endurnýjanleg orka er arðbærasti orkugjafi heims. Því er spáð að 65% rafmagnsframleiðslu komi frá þessari tegund orkugjafa strax árið 2030.  

Búist er við að fleiri vinni við endurnýjanlega orkugeirann en jarðefnaeldsneyti 2030.

Notkun endurnýjanlegrar orku hefur einnig jákvæð heilsufarsleg áhrif. Minni mengun af völdum bensínnotkunnar, bætir gæði loftsins sem við öndum að okkur, en loftmengun veldur 13 milljónum snemmbærra dauðsfalla á ári. 

Þrátt fyrir stofnkostnað eru fjárfestingar í endurnýjanlegri orku hagkvæmar og búa búst við að allt að 4.2 trilljónir Bandaríkjadala sparist frá og með 2030.   

Vindorkubú
Danir hafa fjárfest mikið í vindorku og eru framarlega á því sviði í heiminum. Mynd: Abby Anaday/Unsplash

Umskipti brýn

 „Jöfn, réttlát og tafarlaus umskipti frá óhreinu jarðefnaeldnsneyti til hreinnar orku eru brýn til að hægt sé að forðast verstu áhrif loftslagsóreiðunnar og efla sjálfbæra þróun,” segir António Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna í ávarpi á Alþjóðlegum degi hreinnar orku, 26.janúar.

Hrein orka skiptir miklu máli í viðleitni til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Jafnframt gagnast hún samfélögum, sem hafa ekki aðgang að hefðbundnum orkugjöfum.

„Hrein orka stuðlar að hreinna lofti, og er svar við aukinni orku-eftirspurn,“ segir Guterres. „Hún tryggir  milljörðum manna aðgang að orku á viðráðanlegu verði -og aðgang allra að rafmagni fyrir 2030. Og allt þetta um leið og fé sparast og við björgum plánetunni.“

. Tegundir endurnýjanlegrar orku

 Endurnýjanleg orka er sótt til náttúruauðlinda, sem endurnýjast hraðar en þeirra er neytt. Dæmi um það er sólarljós og vindur. Jarðefnaeldsneyti (kol, olía og gas) eru ekki endurnýjanleg, eða slíkt tekur að minnsta kosti milljónir ára. Brennsla þeirra veldur svo skaðlegri losun gróðurhúsalofttegunda. Endurnýjanleg orka er nú ódýrari og skapar þrisvar sinnum fleiri störf en vinnsla jarðefnaeldsneytis í flestum ríkjum

Þetta eru dæmi um endurnýjanlega orkugjafa: 

  • Sólarorka er beislu með ljósspennunemum eða sérstökum speglum. Hér er um að ræða arðbæra orkunýutingu enda duga ljósspennunemar í þrjátíu ár.
  • Vindorka felst í að beisla orku vinds með túrbínum á landi eða á legi.
  • Vatnsorka felst í því að breyta vatnsafli í orku. Rafmagn á enn uppruna sinn að stærstum hluta í vatnsorku en, á undir högg að sækja sums staðar vegna vaxandi þurrka samfara loftslagsbreytingum.
  • Haforka verður til þegar orka hafsins, svo sem öldur og straumr eru beislaðar. Þróun hennar er frekar skammt á veg komin.
  • Lífmassaorka er sótt til lífmassa úr viði, lífrænum úrgangi og fleira sem notaður er til húshitunar, orku og fleira. Hún veldur að vísu losun gróðurhúsalofttegunda en í minna mæli en kol, olía eða gas.
  • Jarðhiti er svo beislaður til húshitunar og orkuframleiðslu en réttara er að kenna hann við hreina orku en endurnýjanlega.

    Jarðhiti.
    Jarðhiti. Mynd: Mark Kupier/Unsplash

Norðurlönd og endurnýjanleg orka

Framleiðslugeta Norðurlanda á sviði  endurnýjanlegrar orku hefur færst í aukana á undanförnum árum. Danir eru framarlega í vindorku, Norðmenn í vatnsorku og Svíar í lífmassaorku. Finnar nota svo kjarnorku og Íslendingar jarðhita, sem teljast hrein orka. Ísland er með hæst hlutfall notkunar endurnýjanlegrar og /eða hreinnar orku eða 85%; þar af er jarðhiti 65% og vatnsafl 20%.

Vísindin eru óyggjandi

Langt er frá að heimsbyggðin hafi náð því markmiði sem sett er í Sjöunda Heimsmarkmiði Sameinuðu þjóðanna. Þar segir að tryggja eigi öllum jarðarbúum aðgang að ódýrri, áreiðanlegri, sjálfbærri og nútímalegri orku fyrir árið 2030.

Sjálfbærir orkugjafar eru alls staðar til. Náttúran sér um endurnýjum og losun gróðurhúsalofttegunda er lítil, sem og loftmengun. Til þess að sporna við loftslagsbreytingum verðum við að losa okkur við jarðefnaeldsneyti og fjárfesta í öðrum orkugjöfum.

„Ég fagna ákalli ríkja á COP28 Loftslagsráðstefnunni um að þrefalda endurnýjanlega orku fyrir 2030. Ég er sannfærður um að það sé ekki aðeins nauðsynlegt, heldur óumflýjanlegt að hætta notkun jarðefnaeldsneytis í áföngum,” segir Guterres.

 Sjá nánar:

Hvað er endurnýjanleg orka?, hér.

Endurnýjanleg orka, að knýja öruggari framtíð, hér.

Tölur um endurnýjanlega orku á Norðurlöndum, hér.