Danir í forystuhlutverki við jarðsprengjuhreinsun

0
171
Jarðsprengjur
Jarðsprengjuleit í Líbanon. Mynd: © UNMAS/Omar Diab

Jarðsprengjur. Danmörk hefur um langt skeið leikið lykilhlutverk í jarðsprengjuhreinsun í heiminum. Þetta kann að koma á óvart, en meðal annars vinna Danir við slíka hreinsun í Úkraínu. 4.apríl er Alþjóðlegur dagur vitundar um og aðstoðar við jarðsprengjuhreinsun.

Fjölmörg ríki tóku höndum saman um Bann við jarðsprengjum eða Ottawa-samninginn 3.desember 1997. Varð hann bindandi samkvæmt alþjóðalögum 1.mars 1998. Samningurinn batt enda á notkun jarðsprengja til höfuðs fólki. Þær höfðu verið afar algengar allt frá Síðari heimsstyrjöldinni. Á dögum Kalda stríðsins var þeim komið fyrir á landamærum.

Grimmilegt vopn

Danskur sérfræðingur við jarðsprengjuleit í Írak.
Danskur sérfræðingur við jarðsprengjuleit í Írak. Mynd: UNMAS

 Sérdeilis andstyggileg hlið notkunar jarðsprengja af þessu tagi, er að þeim er ekki endilega ætlað að drepa fórnarlambið. Markmiðið er að gera fórnarlambið óvirkt. Hugsanlegur andstæðingur verði þannig af vopnfærum einstaklingi en þurfi auk þess að sinna honum. Með þessu móti er ætlunin að auka álag á her andstæðinga.

 Áhrifin á óbreytta borgara er að sama skapi skelfileg. Jarðsprengjur koma oft í veg fyrir að fólk sem lagt hefur á flótta geti snúið aftur heim. Þetta hefur í för með sér að afleiðinga stríðs gætir mun lengur, jafnvel í áratugi eftir að átökum lauk opinberlega. Skelfing, dauði, örkumlun og eyðing heimila og eigna eru fylglifiskar slíks.

 Dönsk-sænsk samvinna

Jarðsprengjur
UNMAS, jarðsprengjuleit Sameinuðu þjóðanna á alþjóðlega deginum 4.apríl í Sýrlandi. Mynd: UNMAS

 Jarðsprengjubannið leiddi til ýmissa aðgerða innan jafnt sem utan vébana Sameinuðu þjóðanna. UNMAS er á vegum samtakanna en Danir og Svíar standa að baki DDG samstarfinu.  

  2002 fólu Sameinuðu þjóðirnar DDG (Danish Demining Group), sem er hluti af danska flóttamannaráðinu,  forystuhlutverk í Afganistan. Danskir og sænskir sérfræðingar hjá DDG njóta viðurkenningar sem hæfir fagmenn á vettvangi.

Jarðsprengjur
UNMAS, jarðsprengjuleit Sameinuðu þjóðanna á alþjóðlega deginum 4.apríl í Sýrlandi. Mynd: UNMAS

 Allt að 30 manna teymi DDG sinna ekki aðeins jarðsprengjuleit, heldur fast þau einnig við ýmiss konar virkt sprengiefni, sem er alvarlegt vandamál á átakasvæðum. DDG liggur stundum undir ámæli fyrir að sinna ekki samstarfi við aðrar hjálparstofnanbir, en nýtur engu að síður álits fyrir fagmennsku og árangur.

 Úkraína

 DDG hefur mikilvægu hlutverki að gegna í Úkraínu, enda fyrst á vettvang við jarðsprengjuleit- og hreinsuns í norðausturhluta Úkraínu frá stríðið magnaðist 2022. Á hitt ber að líta að Sameinuðu þjóðirnar hafa eyðilagt þúsundir af jarðsprengjum og öðru sprengiefni í næstum áratug eða frá því Rússar innlimuðu Krímskaga 2014.

Sjá einnig hér, hér og hér