Fæðingar-pípusár: konur ættu ekki lengur að þjást

0
156
Fæðingar-pípusár
Mynd : UNFPA

Alþjóðlegur dagur til að binda enda á fæðingar-pípusár. Að minnsta kosti ein milljón kvenna í heiminum þjáist vegna ólæknaðs fæðingar-pípusárs eða fæðingar-fistils. Allt að hundrað þúsund konur bætast við á hverju ári, en afleiðingarnar eru ekki aðeins gríðarlegar líkamlegar þjáningar heldur einnig félagsleg einangrun og fátækt.

Alþjóðlegur dagur til að binda enda á fæðingar-pípusár er haldinn árlega 23.maí. Fæðingar-pípusári (Obstetric Fistula) hefur verið útrýmt í hátekjuríkjum þar sem fæðinga-lækningar í háum gæðaflokki eru almennar.

 Herjar á þá sem minnst mega sín

Fæðingar-pípusár
Ómeðhöndluð fæðingar-pípusár fela í sér brot á mannréttindum. Mynd: © UNFPA

Fæðingar-pípusár er óeðilegt op á milli fæðingarvegar og þvagfæra eða endaþarms. Þetta er sár sem myndast í kviðarholi oft og tíðum í kjölfar langra og erfiðra fæðinga þegar ekki er kostur á góðri heilbrigðisþjónustu. Fæðing getur þá staðið yfir svo dögum skiptir og valdið hroðalegum sársauka. Að auki fæðist barnið í 90% tilfella andvana.

Vegna þessara meiðsla á konan í erfiðleikum með að stjórna þvaglátum. Það veldur svo aftur félagslegri einangrun, sársauka, húðsjúkdómum og nýrnaveiki, að ekki sé minnst á óþef. Meiðslin geta leitt konu til dauða þegar verst lætur, ef ekki er að gert.

Fátækt er óbein orsök fæðingar-pípusárs um allan heim. Fórnarlömbin eru konur á fátækum svæðum sem hafa lítinn aðgang að fæðingarlækningum.

Miklar líkamlegar og andlegar afleiðingar

fæðingar-pípusár
Vanfær konu í hópi uppflosnaðs fólks innanlands í Aden-héraði í Jemen. Mynd: © UNFPA

 Auk mikilla heilsufarslegra afleiðinga, mega konur með pípusár þola stöðuga skömm, félagslegan aðskilnað og smánun í samfélögum sem hafa lítinn skilning á þessum meiðslum. Þetta gerist ekki síst í samfélögum þar sem staða konu er háð hjónabandsstöðu hennar og hæfni til að eiga börn. Ofan á þjáningar þeirra bætast smán og útilokun frá hjónabandi, fjölskyldu og samfélagi.

Konur ættu ekki lengur að þjást

Fæðingar-pípusár
UNFPA hefur skipulagt þjálfun til að eiga við þessi meiðsli, til að fjölga læknum og hjúkrunarfæðingum í Bangladesh em hafa þekkingu á málinu. Mynd: © UN

 mati Mannfjöldasjóðs Sameinuðu þjóðanna (UNFPA) er fæðingar-pípusár ein alvarlegasta afleiðing barnsfæðingar. Því miður liggur fæðingar-pípusár að mestu í þagnargildi og er ekki veitt sú athygli sem því bæri. Alþjóðlegum degi upprætingar fæðingar-pípusárs er ætlað að vekja fólk til vitundar um málefnið. Vonast er til að hægt sé að draga úr misskilningi um orsakir þess og afleiðingar, að ekki sé minnst á að auka samúð með konunum.

Skelfilegt en læknanlegt fyrirbæri

Fæðingar pípusár
Kona sem læknaðist af fæðingar-pípusári. Mynd: © UN

 Engri konu ber að þurfa að þola að lifa í vesöld fyrir það eitt að koma barni í heiminn. Fæðingar-pípusár hefur ömurlegar líkamlegar og andlegar afleiðingar fyrir fórnarlambið, sem hægt er að koma í veg fyrir. Það er til marks um djúpstæða fátækt og lága stöðu kvenna og stúlkna.

Alþjóða heilbrigðismálastofnunin (WHO) segir að hægt sé að miklu leyti að koma í veg fyrir það með því að seinka fyrstu þungun, uppræta barnahjónabönd og tryggja aðgang að góðri fæðingarhjálp. Hægt er að gjörbreyta líðan kvennanna til hins betra með skurðaðgerð. Hún nær tilætluðum árangri í 80% – 97% tilfella.

UN Women á Íslandi hefur gert myndband sem útskýrir þetta mál.

 Bindum tafarlaust enda á fæðingar-pípusár!

 Með því að binda enda á fæðingar-pípusár er lagt lóð á vogarskálar til að ná þriðja Heimsmarkmiði Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun um að bæta mæðraheilsu. Sjá nánar um málið hér.