Fimmtíu þúsund konur myrtar árlega -oft af ástvinum

0
9
Mynd: Sidney Sims

Nærri þriðja hver kona í heiminum sætir ofbeldi. Kyndbundið ofbeldi er ein algengasta tegund mannréttindabrota í heiminum. 25.nóvember er Alþjóðlegur baráttudagur gegn kynbundnu ofbeldi.

Þá hefst jafnframt sextán daga virkni gegn kynbundnu ofbeldi fram að Mannréttindadeginum 10.desember.

Að þessu sinni er þema árlegu herferðarinnar Sameinumst! Fjárfestum í forvörnum gegn kynbundnu ofbeldi.

Talið er að 735 konur í heiminum hafi sætt kynbundnu ofbeldi.

Mynd Engin Akyurt/Unsplash

Kvennamorð

Sérstaklega er beint sjónum að kvennamorðum.

Þau er öfgafyllsta birtingarmynd ofbeldis gegn konum og er alheimsvandamál þrátt fyrir alþjóðlegt viðnám. Samkvæmt nýjustu skýrslu  UNODC, Fíknefna- og glæpaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna og UN Women Jafnréttisstofnunar samtakanna voru 48 800 konur myrtar árið 2022, oft af ástvinum eða ættingjum. Skýrasta dæmið um hve brýn íhlutun er, er að 133 konur og stúlkur voru drepnar af fjölskyldum sínum – á dag.

Mynd: Saif/Unsplash

Flest kvennamorð voru í Afríku en þar á eftir komu Asía, Ameríkurnar, Evrópa og Eyjaálfa.  Kvennamorð eru ekki einungis innan fjölskyldna, heldur ná yfir kynferðislegs ofbeldi, hatursglæpi og skipulagða glæpastarfsemi.

Til þess að berjast gegn kvennamorðum þarf fornvarnar-áætlanir, heildstæða tölfræði og markvissan stuðning.

Harpa hefur verið lýst upp í appelsínuguli á Alþjóðlegum degi gegn kynbundnu ofbeldi undanfarin ár.
Harpa hefur verið lýst upp í appelsínuguli á Alþjóðlegum degi gegn kynbundnu ofbeldi undanfarin ár.

Ljósaganga UN Women

Ljósa­ganga UN Women á Íslandi fer fram laugardaginn 25. nóvember kl. 17:00, á Alþjóðleg­um bar­áttu­degi Sam­einuðu þjóðanna gegn kyn­bundnu of­beldi. Dag­ur­inn mark­ar jafnframt upp­haf 16 daga átaks gegn kyn­bundnu of­beldi sem UN Women á Íslandi er í for­svari fyr­ir ásamt Mannréttindaskrifstofu Íslands og fjölda annarra félagasamtaka.

Sjá nánar hér,  hér, hér og hér.