Fjáröflunarráðstefna fyrir fórnarlömb  jarðskjálfta

0
244
Barn utan við tjaldbúðir í A'zaz, í norðvestur Sýrlandi.
Barn utan við tjaldbúðir í A'zaz, í norðvestur Sýrlandi. Mynd: © UNICEF/Joe English

Jarðskjálftar. Tyrkland. Sýrland. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins og Svíþjóð sem situr í forystu þess, halda alþjóðlega fjáröflunarráðstefnu fyrir íbúa Tyrklands og Sýrlands sem urðu fyrir barðinu á mannskæðum jarðskjálftum.

Ráðstefnan er mánudaginn 20.mars og stýra Ursula von der Leyen forseti framkvæmdastjórnarinnar og Ulf Kristersson forsætisráðherra Svíþjóðar í forsæti hennar.

Hana sitja aðildarríki Evrópusambandsins og þau ríki sem sótt um eða eru líkleg til að sækja um aðild að því, nágrannaríki og samstarfslönd, Flóaríki, mannúðarsamtök og alþjóðlegar fjármálastofnanir. Öll ríki G20 ríkjahópsins eru boðin að Rússlandi undanskildu.

Sex vikum eftir hina hræðilegu jarðskjálfta í Tyrklandi og Sýrlandi komum við saman til að sýna eftirlifendum stuðning,” segir Ursula von der Leyen forseti framkvæmdastjórnar ESB. „Við munum halda áfram að sýna öfluga samstöðu rétt eins og á fyrstu klukkustundunum eftir jarðskjálftana. Íbúum Tyrklands og Sýrlands ætti að vera kun ugt að við stöndum með þeim líka þegar til lengri tímja er litið.“

Þing Mannúðarvettvangsins

Sænski forsætisráðherrann tekur í sama streng.

„Jaðrkskjálftarnir eru af sögulegri stærðargráðu. Sem forysturíki ESB nú um stundir mun Svíþjóð gera allt til þess að hjálpa þeim sem orðið hafa fyrir barðinu á þeim til að komast á næsta stig endurreisnar,“ segir Ulf Kristersson.“

Alþjóðlega fjáröflunarráðstefnan er haldin í aðdraganda Evrópska mannúðarvettvangsins (European Humanitarian Forum) sem þingar 21.mars. Auk Alþjóðlegu fjáröflunarráðstefnunnar heldur Evrópusambandið ráðstefnu í Brussel 14.-15.júní um framtíð Sýrlands og heimshluta þess.

Sjá einnig hér og hér.