Fjarri fyrirsögnunum: Borgarastríðið gleymda í Sýrlandi

0
27
Sameinuðu þjóðirnar hafa málefni á annan tug milljóna flóttamanna á sinni könnu, innan og utan landamæra Sýrlands.
Sameinuðu þjóðirnar hafa málefni á annan tug milljóna flóttamanna á sinni könnu, innan og utan landamæra Sýrlands. Mynd: UNOCHA/Ali Haj Suleiman

Fjarri fyrirsögnunum. Sýrland. Borgarastríðið í Sýrlandi. 

Um hvað snýst málið?

Vel rúmum áratug eftir að borgarastríð braust út í Sýrlandi, hafa sverðin ekki verið slíðruð. Ekki hefur tekist að leysa þær pólitískur deilur, sem leiddu til stríðsins, þótt stjórnvöld hafi hafi um margra ára skeið haft yfirhöndina án þess að vinna fullnaðarsigur.

Skilti þar sem stendur Heimsvandamál : Fjarri fyrirsögnumOrsakir kreppunnar í landinu eru margslungið samspil pólitískra-, félagslegra- og efnahagslegra þátta. Átök brutust út 2011 í kjölfar mikillar óánægju og mótmæla gegn stjórn Bashar al-Assads forseta Sýrlands. Mótmælin voru í fyrstu friðsamleg og var krafist pólitískra umbóta. Þau voru barin niður af hörku. Við tók vopnuð uppreisn og erlend ríki blönduðu sér í borgarastríðið.

Milljónir manna hafa flosnað upp og farið á vergang innanlands eða flúið land. Til að bæta gráu ofan á svart reið hrina jarðskjálfta yfir suðaustur Tyrkland og norðurhluta Sýrlands í ársbyrjun 2023 og var hinn öflugasti 7.8 á Richter-kvarða. 50 þúsund létust í löndunum tveimur, þar af rúmlega 7 þúsund í Sýrlandi.

50 þúsund létust í jarðskjálftunum mannskæðu 2023, þar á meðal 7 þúsund Sýrlendingar.
50 þúsund létust í jarðskjálftunum mannskæðu 2023, þar á meðal 7 þúsund Sýrlendingar. Mynd: OCHA

Hver er bakgrunnur ástandsins?

Rætur átakanna í Sýrlandi liggja í áralangri einræðisstjórn, félagslegri- og efnahagslegri misskiptingu og togstreitu landshluta.  Áratuga kúgun, efnahagsleg stöðnun og skortur á tækifærum hafa kynt undir óánægju almennings og andúðar á stjórn Assads.

Arabíska vorið í nágrannaríkjunum varð Sýrlendingum hvati til þess að krefjast lýðræðislegra umbóta og aukins frelsis. Hins vegar leiddu harkaleg viðbrögð stjórnvalda við mótmælum og hervæðing stjórnarandstöðunnar til stigmögnunar ofbeldis og að lokum til borgarastyrjaldar.

Verslun í Jandairis í norður Aleppo.
Verslun í Jandairis í norður Aleppo. Mynd: UNOCHA/
Ali Haj Suleiman

Áhrif á íbúana

Sýrland er nærri tvisvar sinnum stærra (183 þúsund km2 ) en Ísland og íbúatalan er um 23 milljónir. Afleiðingar borgarastríðsins á almenning eru skelfilegar. 6.7 milljónir hafa flosnað upp og lent á vergangi innanlands eða flúið land. Rúmlega 5 milljónir manna hafa flúið land og eru flestir flóttamenn í nágrannaríkjunum Tyrklandi, Líbanon, Jórdaníu, Írak og Egyptalandi.

Flóttamannabúðir í Idlib.
Flóttamannabúðir í Idlib. Mynd: OCHA/Mohanad Zaya

Auk mikils mannfalls hafa átökin haft í för með sér eyðileggingu innviða. Grundvallarþjónusta, á borð við heilsugæslu og menntun, hefur raskast verulega.  Jafnframt hafa orðið umhverfisspjöll og mengun aukist, fjölbreytni lífríkisins minnkað og íbúar og vistkerfi goldið fyrir.

Hvað gera Sameinuðu þjóðirnar til að leysa vandann?

Sameinuðu þjóðirnar og samstarfsaðilar þeirra hafa verið í fararbroddi við að lina þjáningar Sýrlendinga og ráðast að rótum vandans. Ýmsar stofnanir, áætlanir og frumkvæði á vegum samtakanna vinna að því að koma lífsnauðsynlegri aðstoð til þeirra sem eiga um sárt að binda, veita þeim vernd og stuðning. Auk mannúðaraðstoðar er reynt að greiða fyrir aðgangi að grunnþjónustu, efla friðaruppbyggingu og leita sátta; tala máli mannréttinda og alþjóðalaga.

 

Hvað gera Sameinuðu þjóðirnar á vettvangi?

Flóttamannahjálp Sameinuðu þjóðanna (UNHCR) veitir flóttamönnum erlendis og uppflosnuðu fólki innanlands vernd, húsaskjól, mat og heilbrigðisþjónustu.

Matvælaáætlunin (WFP) kemur matvælum til þeirra sem standa höllum fæti. 12.9 milljónir landsmanna glíma við fæðuóöryggi og hungur sverfur að 2.6 milljónum manna.

Barnahjálpin (UNICEF) einbeitir sér að vernd og eflingu réttinda barna, sem orðið hafa fyrir barðinu á átökum, þar á meðal á sviði menntunar, heilsugæslu og veitir félagslega og sálfræðilega aðstoð.

Alþjóða heilbrigðismálastofnunin (WHO) vinnur að því að efla heilbrigðiskerfið, berjast gegn útbreiðslu farsótta og veita læknisfræðilega aðstoð þar sem hennar er mest þörf.

Þróunarstofnun Sameinuðu þjóðanna (UNDP) styður viðleitni til að auk þanþol og þolgæði, skapa lífsviðurværi og glæða frumkvæði einstakra samfélaga sem miða að endurreisn og sjálfbærri þróun.

Mannnúðaðstoð flutt yfir tyrknesk-sýrlensku landamærin.
Mannnúðaðstoð flutt yfir tyrknesk-sýrlensku landamærin. Mynd: OCHA

Hvaða heimsmarkmið eru í veði?

 Ástandið í Sýrlandi tengist nokkrum  heimsmarkmiðanna (SDGs), þar á meðal #1: engin fátækt og #16 um frið, réttlæti og öflugar stofnanir.

Heimsmarkmið um Sjálfbæra þróunHvað getur þú gert?

 Einstaklingar geta lagt sín lóð á vogarskálarnar. Dæmi:

  • Þýðingarmikið er að láta mannúðarástandið ekki gleymast og tala máli pólitískra lausna og alþjóðlegs stuðnings.
  • Að styðja frumkvæði til eflingar friðaruppbyggingar, sátta og samtals á milli deiluaðila.
  •  Að styðja fjárhagslega mannúðarsamtök sem starfa á vettvangi, til dæmis Flóttamannahjálp Sameinuðu þjóðanna, hér eða Sýrlenska mannúðarsjóðinn, hér.