Spænsk stjarna syngur vögguvísu fyrir börnin á Gasa

0
11
Fjölskyldur og börn hafa leitað skjóls í skólum UNRWA á Gasasvæðinu.
Fjölskyldur og börn hafa leitað skjóls í skólum UNRWA á Gasasvæðinu. Mynd: UNICEF/Eyad El Baba

Gasasvæðið. UNRWA. Spænsk-palestínski söngvarinn Marwán, eitt ástsælasta söngvaskáld hins spænskumælandi heims, hefur gefið út vögguvísu fyrir börn sem búa við sprengjuárásir Ísraels á Gasasvæðinu.

„Ég lifði af sprengjugný stórskotaliðsins/eldtungur læsa klóm sínum í leikskólann/en ég stend keikur,“ segir í afar lauslegri þýðingu. „Ég mátti þola lamandi ótta undir sæng/og skynjaði að allir snéru við mér bakinu/en ég stend keikur.“

Hlustið og sjáið Marwán leika lagið með því að smella á myndina að neðan eða  hér.

Marwán sem hefur samið og sungið lag til stuðnings UNRWA
Marwán sem hefur samið og sungið lag til stuðnings UNRWA. Mynd: UN news.

Marwán samdi lag og ljóð í október skömmu eftir að átökin hófust á Gasasvæðinu og renna „Stef-gjöld“ til spænsku UNRWA-nefndarinnar.

Faðir Marwáns ólst upp í tjaldi í Tulkarm-flóttamannabúðunum á vegum UNRWA, Palestínu-flóttamannahjálparinnar á herteknu svæðunum á vesturbakka Jórdanar.

Rekstur skóla er eitt helsta hlutverk UNRWA
Rekstur skóla er eitt helsta hlutverk UNRWA. Mynd: UNRWA

Faðirinn og UNRWA

„UNRWA er líflínan, sem gaf föður mínum líf allt frá fæðingu. Hann var fæddur í flóttamannabúðum og gekk í skóla á vegum UNRWA, þar em hann fékk alla sína menntun til 18 ára aldurs. Hann fékk allt þar; mat, stuðning, menntun,“ segir Marwán í viðtali við UN News.

„UNRWA hefur haldið áfram að styðja milljónir Palestínumanna, þar á meðal alla Gasabúa. Þetta var það minnsta sem ég gat gert,“ segir Marwán. „Án pólitískrar lausnar er lítið annað að gera en að fylkja liði og bjóða aðstoð okkar.“

Lagið heitir „Brýn vögguvísa fyrir Palestínu“. Þar segir líka að Palestínumenn séu „á ruddalegan hátt beittir órétti,“ og „sviptir réttindum sínum.“ Og enn er alþjóðasamfélagið sakað um að vanrækja Palestínumenn. En í viðlaginu standa Palestínumenn samt keikir.

Marwán kynnir lag sitt á atburði á vegum spænsku UNRWA nefndarinnar
Marwán kynnir lag sitt á atburði á vegum spænsku UNRWA nefndarinnar. Mynd: Spænska UNRWA nefndin

Þrautseigja Palestínumanna

„Þrátt fyrir vanrækslu, sprengjuárásir, grimmdarverk sem börn eru beitt, dauða…vil ég beina kastljósinu að þrautseigju Palestínumanna. Þeir eru þess megnugir að halda áfram, jafnvel við hrikalegar aðstæður,“ útskýrir hann.

Marwán hefur heimsótt vesturbakkann margsinnis, en fjarskyldir ættingjar föður hans búa þar. Hann tók lagið upp fyrir framan gamla skóla föðurins í Tulkarm.

Móðir opg barn með matarpakka frá UNRWA
Móðir opg barn með matarpakka frá UNRWA. Mynd: UNRWA

Marwán hvetur alla, sem hika við að styðja UNRWA fjárhagslega að „fara í saumana á því sem er raunverulega að gerast í Palestínu.“

„Almenningur ætti að kynna sér óðafinnanlegt og þýðingarmikið starf UNRWA frá 1948. Palestínumenn reiða sig engöngu á UNRWA, svo einfalt er það. Þejr hafa ekkert annað, en það fé sem UNRWA hefur yfir að ráða,“ segir hann og bætir vi að það sé „til háborinnar skammar“ að fella niður greiðslur til UNRWA.

Smellið hér ef þið viljið styrkja UNRWA.