Guterres hvetur ríki til að endurskoða niðurskurð á þróunaraðstoð

0
81
Stokkhólmur50
Guterres og Andersson forsætisráðherra Svía á blaðamananfundi í dag. Mynd: SÞ

António Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna er kominn til Svíþjóðar þar sem hann situr Umhverfisráðstefnu samtakanna Stokkhólmur+50 2.-3.júní.

Að loknum viðræðum við Magdalena Andersson forsætisráðherra Svíþjóðar lýsti Guterres áhyggjum sínum af nýlegum vísbendinum um að sum ríki ætluðu að minnka verulega framlög sín til opinberrar þróunaraðstoðar.

Guterres hrósaði Svíþjóð fyrir baráttu fyrir jafnrétti kynjanna, aðgerðum til höfuðs loftslagsbreytingum og í þágu sjálfbærrar þróunar. Þá minnti hann á mannréttinda- og friðarstarf Svía og rausnarleg framlög til mannúðar- og þróunaraðstoðar.

Svíþjóð til fyrirmyndar

Í ummælum um ráðstefnuna Stokkhólmur+50 sagði aðalframkvæmdastjórinn að hún væri þýðingarmikið tækfiæri til að efla viðbrögðin við þrefaldri vá sem steðjar að plánetunni á sviði loftslags, mengunar og taps lífræðilegs fjölbreytileika.

„Ég fagna skuldbindingum Svíþjóðar um að ná nettó-núll losun eigi síðar en 2045“, sagði Guterres. „Ég treysti því að Evrópusambandsins sigli í kjölfarið til að ná þessu marki og endurskoða markmið sín um endurnýjanlega orku og orkuskilvirkni á þessu ári.“

Innrásin olía á eld

Hann benti á að innrás Rússlands í Úkraínu haf verið olía á eld þrenns konar kreppu í heiminu: matvæla-, orku og fjármálakreppu. Allt þetta komi harðast niður á því fólki, þeim ríkjum og þeim hagkerfum sem höllustum standa fæti.

„Nú standa þau frammi fyrir síhækkandi orkuverði og vaxandi hungri. Margföld ógn stafar að mörgum þróunarríkjum með skeflilegum efnahagslegum afleiðingu,“ sagði aðalframkvæmdastjórinn. „Þau þurfa á hjálp okkar að halda.“

„Því miður eru nýlegar vísbendingar um að mörg ríki hyggist skera verulega niður opinbera þróunaraðstoð sína, þvert á fyrri skuldbindingar.

Þetta er skelfilegt. Ég hvet ríki til þess að endurskoða þetta vegna þeirra alvarlegu afleiðinga sem slíkur niðurskurður hefði í för með sér.”

Hann bætti þvi við að sænski forsætisráðherrann hefði fullvissað sig um að Svíar myndu viðhalda sinni þróunaraðstoð.

Guterres og Andersson forsætisráðherra ræddu málefni Úkraínu og áhrif á öryggismál í Evrópu, leiðir til að hindra frekari stigmögnun og viðræður um lausn deilna.

Brýnna aðgerða þörf

Aðalframkvæmdastjórinn sagði að til að leysa matvælakreppuna sem fyglt hefði innrásinni, væri skjótra aðgerða þörf.

„Leyfið mér að vera hreinskilinn. Það er engin önnur lausn á matvælakreppunnin en koma matvælum Úkraínu sem og matvælum og áburði frá Rússlandi aftur á heimsmarkað, hvað sem stríðinu líður. Ég held áfram að nota hvert tækifæri til að beita áhrifum mínum til að greiða fyrir viðræðum í þessum tilgangi.”

Tvö teymi á vegum Sameinuðu þjóðanna undir stjórn Martin Griffiths og Rebeca Grynspan eru  þessa stundina í höfuðborgum þeirra ríkja sem við sögu koma, til að finna leiðir til að tryggja öruggan útflutning matvæla frá Úkraínu um Svartaqhaf. Sama máli gegnir um vörur frá Rússlandi, jafnt matvæi sem áburð, sérstaklega í þágu þróunarríkja.