Hinn ástsæli lundi í meiri hættu en talið var

0
221
Lundi. Alþjóðlegur dagur líffræðilegrar fjölbreytni
Lundi sem náð hefur í nóg æti.Mynd: Paul McIlroy/Creative Commons Attribution-Share Alike 2.0

Alþjóðlegur dagur líffræðilegs fjölbreytileika. Talið er að lundinn sé í meiri hættu á Íslandi en vísindamenn hafa talið fram að þessu. Hann hefur verið talinn tegund í útrýmingarhættu á heimsvísu, en nýjar tölur benda til að honum hafi fækkað um 70% frá 1975, en ekki 40% eins og talið var hér á landi. 22.maí er Alþjóðlegur dagur líffræðilegs fjölbreytileika og þá er kastljósi beint að tegundum í útrýmingarhættu.

Lundi. Alþjóðlegur dagur líffræðilegrar fjölbreytni
Lundinn verður 20-25 ára gamall og makast fyrir lífstíð. Mynd: Anne Burgess/ Creative Commons Attribution-Share Alike 2.0

90% allra lunda búa í Evrópu, og 60% verpa á Íslandi. Ekki þarf að hafa mörg orð um hversu kær lundinn er ljósmyndurum, barnabókahöfundum og – ferðafólki, vegna litríks goggsins og almennra krúttheita.

Lundinn hefur verið á válista Alþjóða náttúrverndarsambandsins (IUCN) um árabil, þótt hann sé ekki í bráðri útrýmingarhættu. En nýjustu tölur um stofninn á Íslandi eru uggvænlegar sökum þess hve stór hluti stofnsins verpir á landinu.

„Hnignun stofnsins má að minnsta kosti að hluta til rekja til hækkandi hitastig yfirborð sjávar við Ísland,“ segir í nýlegri skýrslu hóps vísindamanna, þar á meðal Erps Snæs Hansen líffræðings.

Lundi. Alþjóðlegur dagur líffræðilegrar fjölbreytni
Lundi. Alþjóðlegur dagur líffræðilegrar fjölbreytni. Charles J. Sharp/Creative Commons Attribution-Share Alike 4.0

Þótt lundinn sé aðdráttarafl ferðamanna er hann einnig veiddur til matar. Og það eru reyndar veiðitölur sem ná allt að 140 ár aftur í tímann sem liggja, auk annars, til grundvallar nýjum rannsóknum vísindamanna.

„Veiðarnar standa fyrir um 10% af fækkuninni,“ segir Erpur Snær í viðtali við vefsíðu UNRIC.

Líffræðilegur fjölbreytileiki

Samskipti okkar við náttúruna eru mjög í deiglunni og til gagnrgerrar endurskoðunar á alþjóðlegum vettvangi. Eitt er víst að þrátt fyrir allar tækniframfarir erum við algjörlega háð heilbrigðum og kraftmiklum vistkerfum til að sjá okkur fyrir vatni, mat, lyfjum, fatnaði, eldsneyti og húsaskjóli, svo eitthvað sé nefnt.  Því er okkur nauðsyn að virða, vernda og lagfæra líffræðilegan auð okkar.

Lundi. Alþjóðlegur dagur líffræðilegrar fjölbreytni.
Lundi við Látrabjarg. Mynd: Eysteinn Guðni Guðnason CC BY-SA 3.0

Sögulegt samkomulag, Kunming-Montreal alþjóðlegi rammsasamningurinn um líffræðilegan fjölbreytleika, var undirritað í desember 2022. Þar eru sett markmið og stefnt að raunhæfum aðgerðum til að stöðva og snúa til baka náttúrulega tjóni fyrir 2050.

Af þeim sökum er þema Alþjóðlegs dags Líffræðilegs fjölbreytileika 2023; frá samningi til aðgerða byggjum upp líffræðilegan fjölbreytileika að nýju.

Sjá einnig hér.