Ísrael segir Hamas bera ábyrgð á þjáningum Gasabúa

0
11
Lögfræðiteymi Ísraels í Alþjóðadómstólnum við málflutning í máli Suður-Afríka vegna meints þjóðarmorðs
Lögfræðiteymi Ísraels í Alþjóðadómstólnum við málflutning í máli Suður-Afríka vegna meints þjóðarmorðs. Mynd: ICJ

Alþjóðadómstóllinn. Þjóðarmorð. Gasasvæðið. Ísrael hefur vísað á bug ásökunum Suður-Afríku um brot á Alþjóðlegum sáttmála um bann við þjóðarmorði í hernaðaraðgerðum sínum á Gasaströndinni.

Á öðrum degi munnlegs málflutnings í Alþjóðadómstólnum í Haag, sagði verjandi Ísraels    Tal Becker að þjáningar almennings á Gasa fælu í sér „harmleik.“  Það væri hins vegar Hamas sem reyndi að „valda óbreyttum borgurum eins miklum skaða og mögulegt væri, hvort heldur sem er Ísraelum eða Palestínumönnum.“ Ísrael reyndi hins vegar að hlífa fólki eins mikið og mögulegt væri.

Ísrael flutti málsvörn sína  12.janúar við Alþjóðadómstólinn í Friðarhöllinni í Haag í Hollandi.
Ísrael flutti málsvörn sína 12.janúar við Alþjóðadómstólinn í Friðarhöllinni í Haag í Hollandi. Mynd: ICJ

Hann sagði að Suður-Afríka hefði, „því miður, kynnt réttinum afskræmda mynd af staðreyndum og lögfræði.“ Málflutningur ríkisins væri byggður „viljandi skekktri lýsingu, sem tekin væri úr samhengi, af núverandi átökum.“

Yfirlýsingar ráðamanna sem sönnunargögn

Suður-Afríka sakar Ísrael um að brjóta Alþjóðasáttmálann um bann við þjóðarmorði en bæði ríkin eru aðilar að honum.

Suður-Afríka hefur lagt fram sem sönnunargögn við réttarhaldið yfirlýsingar ísraelskra ráðamanna, „sem fela í sér beinar og opinberar hvatningar til þjóðarmorð. Við þeim hefði átt að bregðast við og sækja hina ábyrgu til saka.“

Búast má við að meðferð málsins hjá Alþjóðadómstólnum kunni að standa yfir svo árum skiptir. Hins vegar getur rétturinn kveðið upp mun fyrr úrskurð um þá kröfu að Ísrael hætti herferð sinni á Gasa á meðan málið er leitt til lykta.