Jarðskjálftarnir : Svíar leiða fjáröflunarfund

0
274
Jarðskjálftar Tyrkland Sýrland
Ursula von der Leyen, og Ulf Kristersson. Mynd: ESB.

Jarðskjálftar. Tyrkland. Sýrland. Gefendaráðstefna. Ulf Kristersson forsætisráðherra Svíþjóðar og Ursula von der Leyen forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins boðuðu í dag til gefenda-ráðstefnu til stuðnings Tyrkjum og Sýrlendingum eftir jarðskjálftana manneskæðu fyrr í vikunni.

Ráðstefnan verður haldin í samvinnu við tyrknesk yfirvöld í marsmánuði í Brussel. Svíar eru í forsæti Evrópusambandsins fyrri helming ársins 2023.

Jarðskjálftar Tyrkland Sýrland
Björgunarstarf í Sarmada í norvesturhluta Sýrlands.
OCHA/Bilal Al-Hammoud

Markmið ráðstefnunnar er að stilla saman strengi og afla fjár til stuðnings enduruppbyggingu og hjálparstarfi á jarðskjálftasvæðunum í Tyrklandi og Sýrlandi. Hún er opin aðildarríkjum ESB, nágrannaríkjum, aðildarríkjum Sameinuðu þjóðanna, alþjóðlegum fjármálastofnunum og öðrum hlutaðeigandi aðilum.

Fordæmalaus harmleikur

Ráðstefnunni stýra í sameiningu Olivér Várhelyi framkvæmdastjóri hjá ESB og Johan Forssell ráðherra alþjóðlegrar þróunarsamvinnu í sænsku stjórninni.

Jarðskjálftar Tyrkland Sýrland
Rústir í Idleb, norðvestur Sýrlandi. OCHA/Ali Haj Suleiman

„Jarðskjálftarnir í Tyrklandi og norður-Sýrlandi eru fordæmalaus harmleikur. Mannfallið og eyðileggingin verður sífellt ljósari með hverjum degi sem líður,” sagði Ulf Kristersson forsætisráðherra Svía. „Afleiðingarnar eru skelfilegar. Sem forseti ráðherraráðs ESB vill Svíþjóð tryggja að aðstoð Evrópusambandins mæti þörfum Tyrkja og Sýrlendinga á þessum erfiðu tímum.”

Sjá einnig hér og hér.