Kynþáttastefna

0
684

"Fyrir hver rétt sem við staðfestum; á misnotkun í hundraðavís sér stað á degi hverjum.  Fyrir hverja rödd sem við höfum tryggt frið; er mun fleiri enn ógnað.  Fyrir hverja konu eða stúlku, hverra jafnréttindi hafa verið staðfest; þjást þúsundir annarra fyrir misrétti eða ofbeldi.  Fyrir hvert barn sem við reynum að veita menntun og friðsæla barnæsku; eru alltof mörg börn sem við enn ekki náum til. Satt er, að okkar starfi lýkur aldrei."

Úr yfirlýsingu Kofi Annans aðalframkvæmdastjóra SÞ
á 55. þingi Mannréttindaráðs

Jafnt og tæknin færir fólk um allan heim nánar saman og stjórnmálalegar hindranir falla, halda kynþáttarfordómar, útlendingahatur og annað slíkt óumburðarlyndi áfram að tortíma samfélagi okkar. Hörmungar sem “þjóðernishreinsanir” hafa litið dagslins ljós á undanförnum árum, á meðan hugmyndir um kynþáttayfirburði hafa dreifst með nýjum miðlum eins og internetinu. Jafnvel hnattvæðingu fylgir hætta sem getur leitt til útilokunar og aukinnar mismununar, oft á tíðum vegna kynþáttar eða þjóðernis.

3boys.jpgSíðan Heimsyfirlýsingin um mannréttindi tók í gildi árið 1948, hafa orðið miklar framfarir í alþjóðasamfélaginu í baráttunni gegn kynþáttastefnu, kynþáttamisrétti, útlendingahatri og slíkum skorti á umburðarlyndi. Lands- og alþjóðalög hafa verið samþykkt þ.á.m. ýmis alþjóðamannréttindatól, sérstaklega sáttmálar sem leggja bann við kynþáttamisrétti. Árangur hefur náðst – t.d. með útrýmingu aðskilnaðarstefnu í S-Afríku. En samt er draumur um heim án kynþáttahaturs og fordóma enn einungis hálf uppfylltur.

 

 

 

{mospagebreak title=Barátta SÞ}

Hvað hafa SÞ gert í baráttunni gegn kynþáttastefnu?

Flestir eru því sammála að enginn fæðist kynþáttahatari, þeir þróast, og meginorsök kynþáttahaturs er vanþekking. Jafnt og kynþáttamisrétti og þjóðernisofbeldi eykst og verður sífellt flóknara, verður það meiri áskorun fyrir alþjóðasamfélagið. Til leysa þennan vanda er þörf á nýjum úrausnum til að takast á við fordóma. Ein grundvallarregla Sameinuðu þjóðanna er bann við mismunun vegna kynþáttar. Hún kemur skýrt fram í inngangi Sáttmála hinna sameinuðu þjóða. Skuldbinding SÞ um mannlega reisn og jafnrétti kristallast með samþykkt ályktana, samninga og yfirlýsinga Sameinuðu þjóðanna.

Allt frá stofnun hafa Sameinuðu þjóðirnar unnið að því að finna nýjar aðferðir við að berjast gegn kynþáttarfordómum og þjóðernisofbeldi. Þrátt fyrir sífelldar tilraunir alþjóðasamfélagsins, fyrirfinnst kynþáttamisrétti, siðferðislegur ágreiningur og ofbeldi í sumum heimshlutum. Minnihlutahópar s.s. kynþáttahópur, uppflosnaðir einstaklingar, hælisleitendur og frumbyggjar eru þrálát skotmörk óumburðarlyndis. Enn standa milljónir manna frammi fyrir misrétti eingöngu vegna húðlitar eða annarra slíkra þátta sem láta í ljós kynþátt þeirra. Áhrifaríkar og fyrirbyggjandi aðgerðir, eru þarfar til að koma í veg fyrir vöxt þjóðernishaturs og hugsanlegra ofbeldisátaka.

Samningar og yfirlýsingar

Árið 1948 samþykkti Allsherjarþingið tvö mikilvæg alþjóðleg mannréttindatól sem sérstaklega vísa til grundvallarreglu SÞ: Heimsyfirlýsingu um mannréttindi og Sáttmála um ráðstafanir og refsingar fyrir hópmorð.

Í nóvember 1963 samþykkt Allsherjarþingið Yfirlýsingu um afnám alls kynþáttamisréttis, yfirlýsingin er ekki lagalega bindandi. Ennfremur tók Alþjóðasamningur um afnám alls kynþáttamisréttis – lagalega bindandi tól – gildi (sjá samninginn á íslensku í Lagasafni Alþingis hér) þar sem aðildarríkin samþykktu að fordæma kynþáttamisrétti og að hefja aðgerðir til að útrýma þeim í öllum myndum. Fyrir tilstillan samningsins opnuðust leiðir sem gera einstaklingum eða hópum sem telja sig vera fórnarlömb kynþáttamisréttis það kleift að kæra ríki til Nefndar um afnám kynþáttamisréttis (Committee on the Elimination of Racial Discrimination: CERD). CERD er fyrsta slíka umsjónarnefnd mannréttindasamninga sem umsjón hefur með framkvæmdum samningsins með því að yfirfara skýrslur þeirra ríkja sem aðild eiga að samningnum. Í júlí 2003 höfðu 169 ríki fullgilt samninginn og 84 ríki skrifað undir hann.

Síðan 1966, hefur Allsherjarþingið fordæmt aðskilnaðarstefnu sem “glæp gegn mannkyninu”. Árið 1973 samþykkti Allsherjarþingið og opnaði fyrir undirskriftir Alþjóðasamning um ráðstafanir og refsingar fyrir aðskilnaðarstefnu sem tók í gildi í júlí 1976.

Alþjóðadagur, vika, ár og áratugir

Alþjóðadagur til útrýmingar kynþáttamisréttis er haldinn 21. mars ár hvert. Er Allsherjarþingið kunngerði daginn árið 1966 hvatti það alþjóðasamfélagið til að efla afköst sín við að útrýma kynþáttarmisrétti í öllum myndum.

Sem liður í framkvæmdaáætlun Fyrsta áratugar baráttunnar gegn kynþáttafordómum og mismunun, hvatti Allsherjarþingið til Baráttuviku gegn kynþáttafordómum og misrétti, sem hefjast skuli 21. mars.

Allsherjarþingið útnefndi árið 1971 sem Alþjóðaár fyrir aðgerðir til að berjast gegn kynþáttastefnu og kynþáttarétti. Það hvatti öll ríki til að auka afköst sín við að útrýma kynþáttamisrétti í öllum myndum, þar á meðal nasisma og aðskilnaðarstefnu.

Allsherjarþingið útnefndi árið 2001 sem Alþjóðlegt ár til að efla baráttuna gegn kynþáttastefnu, kynþáttamismunun, útlendingahatri og skorti á umburðarlyndi. Það hjálpaði við að draga alheimsathygli að markmiðum Alþjóðaráðstefnunnar gegn kynþáttstefnu, kynþáttamismunun, útlendingahatri og skorti á umburðarlyndi sem haldin var sama ár í Durban í S-Afríku. Auk þess kom árið skriði á nánari stjórnmálalegar skuldbindingar til að útrýma kynþáttastefnu og kynþáttafordómum.

Á milli áranna 1973 og 2003 voru þrír áratugir helgaðir aðgerðum til að berjast gegn kynþáttastefnu og kynþáttamismunun og til að tryggja stuðning við þá er berjast gegn kynþáttamisrétti:

Í framhaldi af alþjóðaárinu útnefndi Allsherjarþingið áratuginn 1973-1982; sem hófst 10. desember 1973 sem Fyrsta áratuginn helgaðan baráttunni gegn kynþáttafordómum og mismunun. Áætlun áratugarins fól í sér alheimsherferð með fræðslu og ráðstöfunum við framkvæmd aðgerða SÞ til að útrýma kynþáttarétti. Markmið áratugarins var að stuðla að mannréttindum og grundvallarfrelsi allra, án nokkurs greinarmunar vegna kynþáttar, litarháttar eða þjóðernisuppruna, með því að útrýma kynþáttafordómum, kynþáttastefnu og kynþáttamismunun.

Eftir að hafa yfirfarið skýrslu Annarrar ráðstefnu um baráttuna gegn kynþáttastefnu og kynþáttamisrétti, tilkynnti Allsherjarþingið árið 1983, að þrátt fyrir tilraunir alþjóðasamfélagsins hafi meginmarkmiðum Fyrsta áratugarins ekki verið náð, og að milljónir manna væru enn fórnarlömb margvíslegs birtingarforms kynþáttastefnu, kynþáttamismununar og aðskilnaðarstefnu. Allsherjarþingið kynnti því Annan áratug helgaðan baráttunni gegn kynþáttafordómum og mismunun (1983-1992) sem hófst 10. desember 1983. Í framkvæmdaáætlun Annars árartugarins var m.a. lögð áhersla á afnám aðskilnaðarstefnu og hvatt til þess að Öryggisráðið íhugi hert viðurlög gegn ríkisstjórn S-Afríku. Í áætluninni voru fjölmiðlar hvattir til að gegna mikilvægu hlutverki við að dreifa upplýsingum um aðferðir og tækni sem nota mætti í baráttunni gegn kynþáttastefnu, kynþáttamisrétti og aðskilnaðarstefnu. Á þessum öðrum áratugi, varð heimurinn vitni af einu merkasta afreki Sameinuðu þjóðanna: árið 1990 leysti ríkisstjórn S-Afríku Nelson Mandela úr fangelsi og hóf að afnema aðskilnaðarstefnu úr kerfi sínu.

Árið 1993 tilkynnti Allsherjarþingið að áratugurinn 1994-2003 væri Þriðji áratuginn helgaður baráttunni gegn kynþáttafordómum og mismunun. Allsherjarþingið hvatti ríkisstjórnir til að berjast gegn nýjum birtingarformum kynþáttastefnu – svo sem útlendingahatri og skorti á umburðarlyndi; misrétti byggt á menningarlegum, þjóðernislegum eða trúarlegum forsendum eða öðrum einöngruðum þáttum eins og þjóðernishreinsun. Árið 1993, tilnefndi Mannréttindanefnd einnig Sérstakan skýrslugjafa um nútímabirtingarform kynþáttastefnu, kynþáttamisrétti, útlendingahaturs og skort á umburðarlyndi. Þriðji áratugurinn gaf yfirgripsmeiri sýn yfir kynþáttastefnu, þ.á.m. skilning á því að samfélög heims hafa orðið fyrir áhrifum og hindrunum misréttis. Árið 2001 var haldin Alþjóðaráðstefna gegn kynþáttastefnu, kynþáttamismunun, útlendingahatri og skorti á umburðarlyndi í Durban í S-Afríku. Nánar um Durban-ráðstefnuna hér. Árið 2002 samþykkti Efnahags- og félagsmálaráðið ákvörðun Mannréttindanefndar um að koma á legg tveim vinnuhópum: Milliríkjavinnuhópi um áhrifaríkar framkvæmdir Durban-yfirlýsingarinnar og framkvæmdaráætlunarinnar; og Vinnuhópi sérfræðinga um fólk af afrískum uppruna.

 

{mospagebreak title=CERD}

Nefnd um afnám kynþáttamisréttis  (CERD)

Nefnd um afnám kynþáttamisréttis (Committee on the Elimination of Racial Discrimination: CERD) var fyrsta nefnd Sameinuðu þjóðanna sem stofnuð var til að hafa umsjón með og endurskoða aðgerðir aðildarríkjanna til að uppfylla ákvæði Alþjóðasamningsins um afnám alls kynþáttamisréttis. CERD hefur þrjú meginverksvið:

  • Að sjá til þess að öll ríki sem fullgilt hafa eða eru aðili að samningnum skili skýrslu til CERD.
  • Telji aðildarríki að annað aðildarríki framfylgi ekki ákvæðum samningsins getur það vakið athygli CERD á því.
  • CERD getur tekið á móti og athugað erindi frá einstaklingum eða hópi einstaklinga sem telja að aðildarríki hafi brotið á réttindum sínum. En það er eingöngu mögulegt ef viðeigandi ríki hafi lýst yfir að það viðurkenni lögbærni nefndarinnar.

Aðildarríki sem lýst hefur yfir að það viðurkenni lögbærni nefndarinnar geta einnig, samkvæmt samningnum, stofnað sérstaka sáttanefnd sem er bær til þess að taka á móti og athuga erindi frá einstaklingum eða hópum einstaklinga innan lögsögu þess, sem telja að brotið hafi verið á réttindum þeirra, hafi nefndin fulla vissu fyrir því að allra tiltækra úrræða hafi verið leitað innanlands í málinu og þau tæmd. CERD greinir aðildarríki í trúnaði frá því að henni hafi borist erindi um að það hafi brotið ákvæði samningsins en greinir ekki frá nafni hlutaðeigandi einstaklings eða hópa einstaklinga nema samþykki þeirra liggi fyrir. Nefndin tekur ekki á móti nafnlausum erindum. Er ríkið hefur gefið sína skýringu eða yfirlýsingu og e.t.v. ráðið bót á; ræðir nefndin málið og kemur með tillögur og ráðleggingar sem eru bornar bæði undir kærandann og aðildarríkið.

Samkvæmt samningnum skuldbinda aðildarríki sig til skila aðalframkvæmdastjóra, til athugunar fyrir nefndina, skýrslu um ráðstafanir sem þau hafa gert á sviði löggjafar, réttarvörslu og stjórnsýslu eða aðrar ráðstafanir sem þau hafa gert til þess að fylgja eftir ákvæðum samningsins.

Skuldbinding ríkjanna til að gera skjótar og raunhæfar ráðstafanir á sviði kennslu, menntunar, menningar og upplýsinga til að berjast gegn fordómum og að efla skilning, umburðarlyndi og vináttu á milli þjóða og kynþáttahópa eða þjóðlegra hópa, er einnig liður í samningnum. CERD hefur tekið þátt í öllum viðleitunum SÞ við að stuðla að útrýmingu kynþáttamisréttis.

Nefndin stendur frammi fyrir tveim vandamálum sem gerir henni erfitt fyrir og tefur störf hennar við að halda kynþáttamisrétti sífellt á alþjóðadagskránni. Annað vandamálið eru fjárhagslegir erfiðleikar og hitt; að sum aðildarríki skila seint -og sum alls ekki skýrslum sínum. Ýmsar ástæður hafa verið gefnar, þ.á.m. skortur á hæfu starfsfólki til að skrifa mannréttindaskýrslur, og að alþjóðaskilduskýrslugerð fylgir aukin byrgði vegna aukinna mannréttindamálefna.

Nefndin vonast til að SÞ munu leggja áherslu á að alþjóðasamningurinn um afnám alls kynþáttamisréttis taki gildi um allan heim með aðild allra aðildarríkjanna. Annað markmið nefndarinnar er að fjölga þeim ríkjum sem lýsa því yfir að þau viðurkenni lögbærni CERD til að taka við og leggja fram tillögur frá einstaklingum eða hópum sem telja sig vera fórnarlömb kynþáttamisréttis.

CERD hóf fyrst störf árið 1982 er 10 aðildarríki höfðu viðurkennt lögbærni nefndarinnar. Fundir CERD, sem eru áætlaðir tveir á ári, eru vanalega haldnir í aðalstöðvum SÞ í New York eða í Genf.

Í júní 2003, höfðu 28 kærur verið teknar fyrir.

{mospagebreak title=Að kæra til CERD}

Að kæra til Nefndar um afnám kynþáttamisréttis

Samkvæmt 14. grein Alþjóðasamnings um afnám alls kynþáttamisréttis geta einstaklingar eða hópur einstaklinga sem telur sig vera fórnarlömb kynþáttamisréttis kært til Nefndar um afnám kynþáttamisréttis (CERD). Eftirfarandi er kæruferlið og skilmálar:

  • Það land sem kærandi búsettur í, hefur lýst því yfir að það viðurkenni rétt borgara sinna til að kæra til Sameinuðu þjóðanna (öll Norðurlöndin hafa viðurkennt þennan rétt)
  • Ekki er hægt að fá erindi tekið fyrir hjá nefndinni hafi það þegar verið tekið til meðferðar hjá Mannréttindadómstóli Evrópu  (að því undanskyldu að erindinu hafi verið vísað frá af tæknilegum orsökum). 
  • Það kostar ekkert að bera upp erindi við nefndina, en það eru viss skilyrði sem þarfa að uppfylla.
  • Nefndin getur einungis tekið á móti og athugað erindi  einstaklinga eða hópa, varði erindið sjálfan kærandann (þó er kæranda mögulegt að hafa fulltrúa).
  • Nefndin getur eingöngu tekið á móti og athugað erindi er varða þau réttindi sem alþjóðasamningurinn nær yfir.
  • Nefndin fjallar einungis um erindi sem vísað hefur verið til hennar, eftir að hún hefur fengið fulla vissu fyrir því að allra tiltækra úrræða hafi verið leitað innanlands í málinu og þau tæmd.
  • Erindi sem borin eru undir nefndina skulu vera á einu af opinberu tungumálum Sameinuðu þjóðanna: Arabísku, ensku, frönsku, kínversku, rússnesku eða spænsku.
  • Erindum sem borin eru undir nefndina skulu fylgja öll viðeigandi fylgiskjöl.
  • Nefndin staðfestir móttöku erindis kæranda og getur krafist nánir upplýsinga.
  • Nefndin getur vísað erindum frá, séu tilgefnar kröfur ekki uppfylltar.
  • Taki nefndin erindi þitt fyrir, kveður hún upp úrskurð um hvort brotið hafi verið á mannréttindum eður ei. 

Nánari upplýsingar: http://www.unhchr.ch/html/menu2/8/art14.htm

{mospagebreak title=Ráðstefnur}

Alþjóðaráðstefnur

Fyrsta alþjóðaráðstefnan gegn kynþáttastefnu, kynþáttamismunun, útlendingahatri og skorti á umburðarlyndi var haldin í Genf árið 1978. Yfirlýsing ráðstefnunnar og framkvæmdaáætlun staðfesti ranglæti kynþáttastefnu og þá ógn sem af henni stafar gagnvart vinalegum samskiptum manna og þjóða. Aðskilnaðarstefna var sérstaklega fordæmd, í yfirlýsingunni stendur m.a.:

  • Allar kenningar um kynþáttayfirburði eru vísindalega rangar, siðferðislega fordæmanlegar, félagslega óréttlátar og hættulegar, og eru á engan máta réttlætanlegar;
  • Allir einstaklingar og hópar hafa lagt sitt af mörkum við borgaralegar og menningarlegar framkvæmdir sem móta sameinginlega arfleifð mannkyns;
  • Hvers konar misrétti sem byggir á kenningum um kynþáttayfirburði, útskúfun eða hatur eru brot gegn grundvallarmannréttindum og geta raskað friðsamleg samskipti milli manna, samvinnu milli ríkja og alþjóðafriði og öryggi.

Önnur alþjóðaráðstefna um baráttuna gegn kynþáttastefnu og kynþáttamisrétti (A/RES/38/15) var haldin í Genf í ágúst 1983 þar sem aðgerðir áratugarins voru endurskoðaðar og metnar og voru sérstakar aðferðir skipulagðar til að tryggja framkvæmdir SÞ í baráttunni við að útrýma kynþáttastefnu, kynþáttamisrétti og aðskilnaðarstefnu. Þar að auki var fordæming kynþáttastefnu árétt. Í yfirlýsingunni sem samþykkt var á ráðstefnunni stóð m.a. að kynþáttastefna og kynþáttamisrétti séu enn plága sem þarf að útrýma um allan heim. Þar kom fram andstyggð gegn aðskilnaðarstefnu og að hún bryti gegn samvisku og mannvirðingu, væri glæpur gegn mannkyninu og ógn við alþjóðafrið og öryggi.

Gerðar voru ráðstafanir gegn hugmyndafræði og aðgerðum sem aðskilnaðarstefnu, nasisma, fasisma og ný-fasisma byggðar á kynþátta- eða þjóðernisútskúfun eða óumburðarlyndi, hatri, hryðjuverkum eða kerfisbundinni afneitun mannréttinda og grundvallarfrelsis. Talað var um algengt tvöfalt misrétti kvenna, það var lýst yfir þörf á skjótum aðgerðum til að vernda réttindi flóttamanna, innflytjenda og farandverkamanna og kynnt var stofnun Vinnuhópar um frumbyggja. Að lokum var mælt með öðrum áratugi til að berjast gegn kynþáttastefnu og kynþáttafordómum.

Þriðja alþjóðaráðstefna um baráttuna gegn kynþáttastefnu og kynþáttamisrétti
Árið 1997 ákvað Allsherjarþingið með ályktun 52/111, að halda Alþjóðaráðstefnu gegn kynþáttastefnu, kynþáttamisrétti, útlendingahatri og skorti á umburðarlyndi. Ráðstefnan sem haldinn var í Durban í S-Afríku frá 31. ágúst til 7. september 2001, markaði þáttaskil í baráttunni um að útrýma öllum myndum kynþáttastefnu. Á þessari alþjóðaráðstefnu gafst sérstakt tækifæri til að skapa nýja framtíðarsýn um baráttuna gegn kynþáttastefnu á 21. öldinni.

{mospagebreak title=Durban 2001}

Alþjóðaráðstefna gegn kynþáttastefnu, kynþáttamisrétti, útlendingahatri og skorti á umburðarlyndi

Sameinuð til að berjast gegn kynþáttastefnu:
jafnrétti, réttlæti og virðuleiki
 

Mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna sá um undirbúning alþjóðaráðstefnunnar í Durban (Durban-ráðstefnunnar). Fyrir ráðstefnuna sjálfa voru tveir undirbúningsfundir haldnir. Fyrst í Genf frá 1.-5. maí 2000 og sá síðari frá 21. maí – 1. júní 2001, einnig í Genf. Á árunum 1999 og 2000 voru sex sérstakir svæðisbundnir undirbúningsfundir haldnir. Markmið hvers fundar var að ræða mikilvæg málefni þess svæðis til að efla almennar umræður um kynþáttastefnu, hvetja til vitundarvakningar, dreifa upplýsingum um kynþáttastefnu og skort á umburðarlyndi og til að deila “bestu starfsvenjunum”.

WCARlogo.jpgMarkmið Durban-ráðstefnunnar var að:

  • Endurskoða árangurinn sem náðst hefur í baráttunni gegn kynþáttastefnu og kynþáttamisrétti, sérstaklega eftir samþykkt Heimsyfirlýsingarinnar um mannréttindi; og að endurmeta hindranir við framfarir og að skilgreina aðferðir til að yfirstíga þær;
  • Meta aðferðir og ráð til að tryggja betri nýtingu þeirra staðla sem til eru og framkvæmd þeirra við að berjast gegn kynþáttastefnu og kynþáttamisrétti;
  • Hvetja til vitundarvakningar um vandamál tengd kynþáttastefnu og kynþáttamisrétti;
  • Koma með raunhæfar ráðleggingar um aðferðir til að auka afköst aðgerða og aðferða SÞ með áætlunum til að berjast gegn kynþáttastefnu og kynþáttamisrétti;
  • Endurskoða stjórnmálalega, sögulega, efnahagslega, félagslega og menningarlega þætti sem aðra þætti er leiða til kynþáttastefnu og kynþáttamisrétti;
  • Koma með raunhæfar ráðleggingar um frekari aðgerðir á svæðis-, lands- og alþjóðastigi til að berjast gegn hvers kyns kynþáttastefnu og kynþáttamisrétti; og
  • Leggja fram tillögur sem tryggja það að SÞ hafi nauðsynlegar úrlausnir fyrir aðgerðir sínar í baráttunni gegn kynþáttastefnu og kynþáttamisrétti.
Meginmálefni Durban-ráðstefnunnar

Mansal – Sérstaklega kvenna og barna
Mansal er fyrirbæri sem hefur áhrif á og viðkemur öll svæði og flest öll lönd í heimi. Á meðan aðferðir við mansal eru síbreytilegar er einn þáttur varandi; efnahagslegt ójafnvægi milli upprunalanda og ákvörðunarstaða/landa. Eins og allir óreglulegir flutningar, er mansal ávallt tengt tilfærslu hópa frá fátækum löndum til ríkari landa. Þó tengingin milli mansals og kynþáttafordóma sé ekki beint ljós er hún þó óneitanleg. Þar sem langflest fórnarlömb mansals eru konur, er mansal oft álitið sem kynjatengt málefni og afleiðing kynjabundinnar mismununar.

Landflutningar og misrétti
Flutningar eru hvorki nýtt eða svæðisbundið fyrirbæri. Síðan greiðslur fyrir vinnu kom fyrst til sögunnar hafa konur og menn yfirgefið heimalönd sín í leit að bera starfi og lífi. Fólk yfirgefur einnig heimaland sitt vegna borgaralegra átaka og óöryggis eða ofsókna. Það er engin heimsálfa, ekkert landsvæði í heimi þar sem ekki búa innflytjendur. Öll lönd hafa orðið að upprunalandi, viðkomulandi eða ákvörðunarlandi uppflosnaðra einstaklinga. Mörg eru allt þrennt í senn. Meira en helmingur allra uppflosnaðra einstaklinga búa í þróunarríkjunum. Rodriguez Pizarro, sérstakur skýrslugjafi SÞ um mannréttindi upplosnaðra einstaklinga, nefndi í skýrslu sinni til Mannréttindaráðs SÞ að á undanförnum áratugi, hefur skortur á umburðarlyndi, misrétti, kynþáttastefna og útlendingahatur aukist hættulega mikið um allan heim, í formi algengs ofbeldis gegn flóttafólki. Ný samskiptatækni, sérstaklega internetið er notað til að dreifa kynþáttastefnu og áróðri um útlendingahatur gegn uppflosnuðum aðilum.

Kynja- og kynþáttamisrétti
Það óréttlæti sem fórnarlömb kynþáttamisréttis og óumburðarlyndis sæta: takmarkaðir atvinnumöguleikar, aðskilnaður og almenn fátækt svo eitthvað sé nefnt. Erfiðleikar sem kvenfólk um allan heim stendur frammi fyrir eru einnig þekktir: lærgi laun fyrir sömu störf; mikið ólæsi; og lélegt aðgengi að heilbrigðisþjónustu. Þó kynþáttur sé ein orsök óréttlætis og kyn önnur, eru þau ekki sameiginlegt form misréttis. Í raun skarast þau of oft, sem vekur athygli á blönduðu eða tvöföldu misrétti. Án þess að taka tillit til kynþáttar, sýnir tölfræðin á stöðu kvenna í heiminum, að konur eiga langt í land með að ná jafnrétti meðal karla. Maurice Glegle-Ahanhanzo, sérstakur skýrslugjafi um nútímabirtingaform kynþáttastefnu fyrir Mannréttindaráð SÞ, rannsakaði stöðu minnihlutakvenna á vinnumarkaðnum er hann var í Brasilíu árið 1995. Hann komst að þeirri niðurstöðu að svartar konur fá lægstu launin (fjórum sinnum lærgi laun en hvítir karlmenn), starfa við óheilnæmar aðstæður, vinna þrefalt lengri vinnudag og mæta þreföldu misrétti.

Frumbyggjar
Sameinuðu þjóðirnar veittu vandamálum frumbyggja fyrst formlega athygli í sambandi við vinnu sína gegn kynþáttastefnu og misrétti. Árið 1970 var sérstakur skýrslugjafi fenginn til að rannsaka “vandamál um misrétti gegn frumbyggjum”. Þar kom m.a. í ljós að sumar ríkisstjórnir neituðu tilvist frumbyggja á svæðum sínum.

Stofnun Vinnuhópar um frumbyggja árið 1982 voru afköst þessarar rannsóknar. Alþjóðlegur áratugur SÞ helgaður frumbyggjum (1993-2004) aðstoðaði við að leggja áherslu á viðleitni SÞ við að ná tveim markmiðum; stofnun Fastaráðs um málefni frumbyggja, og drög að yfirlýsingu um réttindi frumbyggja. Fastaráð um málefni frumbyggja var stofnað árið 2002 og fór fyrsta fundarlota þess fram 13.-24. maí 2002 og árið 1993 lauk vinnuhópur um málefni frumbyggja við drög að yfirlýsingu um réttindi frumbyggja.

Réttindi minnihlutahópa
Tilraunir til að þröngva einhliða menningu í fjölþjóðaumhverfi eru oft á kostnað réttinda minnihlutahópa. Til að komast hjá “jöðrun”, styrkja minnihlutahópar áhrif sín við verndun og virðingu einkenna sinna. Aukin harka á milli ólíkra hópa, getur kostað aukin skort á umburðarlyndi og, í versta falli, aukin þjóðernisátök. Í slíkum tilfellum og til að koma í veg fyrir þessa aukningu, er verndun og stuðningur við réttindi minnihlutahópa grundvallaratriði. Árið 1992 samþykkti Allsherjarþingið yfirlýsingu um réttindi fólks sem tilheyrir þjóðernis-, trúar- eða tungumálaminnihlutahóp. Þar eru talin upp réttindi minnihlutahópa, þ.á.m. réttur þeirra til að njóta eigin menningar án röskunar og réttur til að taka á áhrifaríkan hátt þátt í ákvörðunartökuferli á þjóðarstigi.