Hvað er endurnýjanleg orka? – Orka framtíðarinnar

0
814
Vindmyllur
Mynd: Jason Blackeye/Unsplash

Endurnýjanleg orka er orðið eitt helsta umræðuefnið á alþjóðlegum vettvangi. Nú síðast leiddu niðurstöður skýrslu Alþjóða veðurfræðistofnunarinnar (WMO) um ástand loftslagsins í ljós að veraldarleiðtogar verða að taka höndum saman, deila þekkingu og grípa til brýnna aðgerða.

Með hugtakinu endurnýjanleg orka er átt við að ekki er gengið á orkugjafinn við notkun, heldur endurnýjar hann sig sífellt.

Þess er nú minnst að hálf öld er liðin frá því að baráttan fyrir vernd umhverfisins braust fram á sjónarsvið alþjóðastjórnmála á fyrstu umhverfisráðstefnunni í Stokkhólmi. Af því tilefni hefur verið efnt til nýs umhverfisþings Stockholm+50 til að þess að freista þess að hraða umskiptum til sjálfbærari og grænni hagkerfa. Vöxtur grænna hagkerfa krefst aukinna fjárfestinga í endurnýjanlegri orku.

Nýting endurnýjanlegrar orku færist í vöxt og miklar rannsóknir og þróun á sér stað víða um heim. Hér er yfirlit yfir það helsta sem er í brennidepli í dag.

Vatnsorka

Vatnsorka
Orka vatns beisluð. Mynd: Marcus Ganahl-unsplash

Rafmagnsframleiðsla með vatnsorku færir sér í nyt hreyfingu vatnsins, sem fellur til við úrkomu. Vatnsaflsvirkjanir fanga orkustraum sem skapast af rennandi vatni ásamt hæðarmun sem nýtanlegur er. Sífelld hringrás vatnsins tryggir að þessi orkulind er endurnýjanleg.

Rafalar umbreyta og fanga orku frá hverflum eða túrbínum sem knúðar eru áfram af vatnsafli. Vatnsorka er nú í byrjun 21.aldarinnar algengasta form endurnýjanlegrar orku. Árið 2019 var 18% allrar orkuframleiðslu sótt til vatnsaflsins.  Vatnsafl er mjög áreiðanleg orkulind. Þá er hún síður háð veðri en vind- og sólarorkuverk þótt vissulega geti langvinnir þurrkar sett strik í reikninginn.

Lífmassi

Lífmassi er önnur tegund endurnýjanlegrar orku sem færir sér í nýt lífrænt efni, það er að segja úrgang úr heimi jurta og dýra, til þess að framleiða hita eða rafmagn.

Lífmassi.
Lífmassi. Mynd: Bernard Hermant/Unsplash

Kostur lífmassa er sjálfbærnin, enda líklegt að ætíð megi finna mykju og tað, sorp og timbur. Stundum er lífmassinn brenndur til þess að leiða gufu úr læðingi og knýja hverfil og framleiða þannig rafmagn.  Einnig er hægt að umbreyta lífmassa í eldsneyti í vökvaformi sem er síðan brennt til að knýja samgöngutæki.

 Vetni

Grænt vetni er hrein orkulind sem eingöngu skilir eftir sig vatn að notkun lokinni. Það er framleitt með rafgreiningu vatns. Til þess þarf hins vegar raforku sem sótt er til annara orkulinda, til dæmis kjarnorku, lífmassa, náttúrulegs gass, solar- eða vindorku.

Vetni.
Vetni. Mynd: Tommy Krombacher/Unsplash.

Þetta þykir kjörinn orkugjafi til ýmissra nota, til dæmis í samgöngum. Enn sem komið er, er vetni ekki stór hluti orkuframboðs heimsins en búist er við að hlutur þess fari vaxandi. Einkum er litið til samgangna, hitunar og orkuvörslu. UNECE, Efnahagsráð Sameinuðu þjóðanna í Evrópu hefur skipað átakshóp um nýtingu vetnis til þess að vera nefnd um sjálfbæra orku til ráðuneytis. Vetni er talið geta  skipt máli til þess að ná kolefnishlutleysi og öðrum markmiðum í loftslagsmálum.

Vindur

Vindorka er beisluð til rafmagnsframleiðslu. Það er gert með vindmyllum sem knýja hverfla á láði jafnt sem legi. Einn kostur vindorkunnar er sú að hún er innlend orkulind hvarvetna eð með öðrum orðum geta nánast öll ríki heims nýtt sér vindinn til orkuframleiðslu.

Vindur
Vindur. Mynd: Waldemar Brandt/Unsplash

Nýjasta uppfinningin eru fljótandi vindorkuver. Þá eru hverflar látnir fljóta á hafi úti þar sem meira dýpi er undir en hingað til hefur verið hægt, því ekki er lengur þörf á festingu við botn.  Vindorkuverum, einkum á sjó, hefur fjölgað mjög í heiminum á undanförnum árum. Fyrsti vindmyllugarðurinn sá dagsins ljós í hafi undan Danmörku 1991. Nú eru Kínverjar, Bandríkjamenn og Indverjar í fararbroddi í þessum geira í heiminum. Nokkrir ókostir eru þó við vindorkuna. Hún er talin hafa sjón- og hávaðamengun í för með sér og hafa neikvæð áhrif á fuglalíf.

 Jarðhiti

Jarðhiti er oftast skilgreindur sem endurnýjanleg orkulind, þótt skiptar skoðanir séu um það. Svo mikið er víst að hann felur í sér hreina orku. Hitinn er sóttur í iður jarðar. Eins og lífmassi er jarðhiti áreiðanleg og að flestra mati endurnýjanleg orkulind.

Jarðhiti.
Jarðhiti. Mynd: Mark Kupier/Unsplash

Á hinn bóginn er jarðhiti einungis til á jarðhitasvæðum heimsins. Þar sem hann er að finna nýtist hann til góðra verka jafnt hér á landi sem í Kenía, svo dæmi séu tekin.  Olkaria jarðorkuverið í Kenía hefur stuðlað að því að landið þarf síður að reiða sig á aðra orkugjafa.

 Stockholm+50

Þema Stockholm+50 umhverfisþingsins er “heilbrigð pláneta í þágu velmegunar allra – ábyrgð okkar, tækifæri okkar.”  Stockholm+50 er ætlað að vekja fólk til vitundar um mikilvægi þess að vernda plánetunar okkar.

Sjá nánari upplýsingar hér, hér og r.