Mannréttindaráðið fordæmir kóranbrennuna í Svíþjóð

0
85
Loftmynd af Stokkhólmi
Stokkhólmur. Mynd: UN.

Mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna hefur samþykkt ályktun þar sem opinber vanvirðing við kóraninn er harðlega fordæmd.

Kóraninn
Kóraninn: mynd: Rachid Oucharia/Unsplash

Tilefnið var kóranbrenna í Stokkhólmi nýverið.

Málið var tekið á dagskrá ráðsins að beiðni Pakistans fyrir hönd íslamskra ríkja. Í ályktuninni segir að „opinber og vísvitandi saurgun hins heilaga kórans“ sýni nauðsyn þess að draga þá til ábyrgðar sem hafi verið að verki. Ríki eru hvött til að grípa til lagasetningar til að takast á við, hindra og saksækja fyrir athafnir sem feli í sér trúarlegt hatur.

28-12

28 ríki greiddu atkvæði með ályktuninni, 7 ríki sátu hjá, en 12 ríki á móti. Athygli vekur að Úkraína greiddi atkvæði með ályktuninni en öll Evrópuríki sem sitja í ráðinu, auk Bandaríkjanna, greiddu atkvæði gegn henni.