Metfjöldi skráðra þátttakenda á COP28 – 91 frá Íslandi

0
36
Þátttakendur í COP28 fyrir uttan ráðstefnusal
Þátttakendur í COP28 fyrir uttan ráðstefnuhöllina. Mynd: Samjith Palakkool/UNCTAD UNCTAD / Creative Commons Attribution-Share Alike 2.0

COP28. Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna. Loftslagsbreytingar. Aldrei hafa fleiri sótt Loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna en þá sem nú stendur yfir í Dubai í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. 100 þúsund manns hafa skráð sig til þátttöku, í COP28, þar af 91 frá Íslandi.

 Af þessum fjölda hafa 97 þúsund skráð sig til þátttöku á staðnum en  3 þúsund með notkun fjarfundabúnaðar.  Síðasti fundur í Sharm El-Sheikh, COP27, var sá langfjölmennasti til þessa en heildar þátttakendafjöldinn nú er næstum tvisvar sinnum meiri en þá.

Þátttakendur í COP28 fyrir uttan ráðstefnusal Þátttakendur í COP28 fyrir uttan ráðstefnuhöllina.
Þátttakendur í COP28 fyrir uttan ráðstefnusal Þátttakendur í COP28 fyrir uttan ráðstefnuhöllina. Mynd: Samjith Palakkool/ UNCTAD/ Creative Commons Attribution-Share Alike 2.0

Gestgjafarnir eru fjölmennastir og hafa 4.409 fulltrúar þaðan skráð sig til þátttöku, næst á eftir koma Brasilíumenn með 3.081, Kínverjar og Nígeríumenn með 1.411 hvor þjóð.

Auk opinberra fulltrúa, sækja fulltrúar almannasamtaka og stofnana, fræðaheimsins, fyrirtækja og þrýstihópa, ráðstefnuna.

Danir eru fjölmennasti Norðurlandaþjóða með 271 skráðan fulltrúa (þar af 145 í opinberri sendinefnd), Svíar koma skammt á eftir með 254 (56), Finnar með 238 (68), Norðmenn 183 (40) og Ísland 91 (25).

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra flytur ræðu á COP28.
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra flytur ræðu á COP28. Mynd: COP28

Ísland númer 125

Þótt áhugi virðist mikill á þátttöku í COP28 á Íslandi samkvæmt þessum tölum eru Íslendingar aðeins í 125.sæti yfir fjölda þátttakenda. Þó erum við ofar á lista en fjölmennari þjóðir á borð við Ungverja, Tékka, Svisslendinga og Írani, svo dæmi séu tekin.

Þess má geta til gamans að mun fleiri karlar en konur eru skráðir á COP28 og er hlutfallið  62%-38% körlum í vil.

COP28
COP28.. Mynd: Samjith Palakkool/ UNCTAD/ Creative Commons Attribution-Share Alike 2.0

50 þúsund sóttu COP27 í Sharm El-Sheikh, sem var töluvert fjölmennari samkoma en COP26 í Glasgow, sem 38 þúsund sóttu 2021. Tekið skal fram að þetta eru bráðabirgðatölur, líkur eru á að sumir sem skráðir eru, heltist úr lestinni.

Af 100 þúsund þátttakendum eru um 25 þúsund, eða fjórðungur, í opinberum sendinefndum.

Listi yfir þátttakendur er birtur í fyrsta skipti að þessu sinni og má sjá hann  hér.

Sjá nánar um COP28 t.d. hér