Norðurlönd: 75 milljónir dala til Jemen

0
305
Jemen Norðurlönd
Blind níræð kona í An Nassiri í Jemen. UNOCHA/Giles Clarke

Jemen. Mannúðaraðstoð. Þrjátíu og eitt fyrirheit um framlög að upphæð  1.16 milljarða Bandaríkjadala voru kynnt á fjársöfnunarfundi í þágu mannúðarstarfs í Jemen í Genf í gær. Sameinuðu þjóðirnar, Svíþjóð og Sviss stýrðu fundinum.

Bandaríkjamenn lögðu til 444 milljóni dala, Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins 205 milljónir, Þýskaland 129 og Bretland 107 milljónir.

Samtals ætla Norðurlöndin fimm að láta 73 milljónir dala af hendi rakna. Svíar og Norðmenn voru með 26 og 25 milljónir dala, Danir 18, Finnar 4.2 milljónir og Íslendingar með 875 þúsund. Sú upphæð er andvirði hátt í 129 milljóna íslenskra króna.

Langt frá settu marki

Jemen Norðurlönd
Fjölskylda í búðum fyrir uppflosnað fólk í Aden í Jemen. © UNHCR/Ahmed Al-Mayadeen

Martin Griffith framkvæmdastjóri mannúðarmála hjá Sameinuðu þjóðunum þakkaði þeim þrjátíu og einum sem gáfu fyrirheit um framlög.

„Á síðasta ári þokaðist í átt til friðar. Þetta bætti líf Jemenbúa og greiddi fyrir að mannúðaraðstoð kæmist til skila. Aðalvon okkar árið 2023 er friður,“ sagði Griffith á Twitter.

Hins vegar er ljóst að fyrirheitin eru langt frá því 4.3 milljarða dala takmarki sem skipuleggjendur höfðu sett. Sú upphæð er talin nauðsynleg til að koma með 17.3 milljónum bágstaddra til hjálpar í hinu stríðshrjáða Jemen.

Sjá nánar um aðstoð Norðurlanda við Jemen hér.