Stríðið í Úkraínu gæti haft í för með sér matvælakreppu í heiminum

0
566
Hveitiakrar í Úkraínu. Polina Rytova/Unsplash

Fyrsta Evrópuþing hjálparstarfs hófst í gær í Brussel en þar koma saman allir helstu þátttakendur í mannúðarstarfi í álfunni. Ráðherrar Evrópusambandsins eru í hópi þeirra, sem sækja þingið (European Humanitarian Forum) og munu meðal annars nota tækifærið til að ræða málefni Úkraínu og fæðuóöryggið í heiminum sem fer vaxandi dag frá degi. 

Nú þegar hafa stríðið í Úkraínu, heimsfaraldurinn og hátt olíuverð haft það í för með sér að Matvælastofnun Sameinuðu þjóðanna þarf að borga 30% meira fyrir matvæli en árið 2019, að sögn David Beasley forstjóra stofnunarinnar.

Uppskera gæti brugðist í Úkraínu

Crina Parasca/Unsplash

“Ef samönguleiðir til og frá Svartahafi truflast enn frekar af völdum stríðsins, mun flutningskostnaður fara úr böndum; tvö- eða jafnvel þrefaldast,“ segir Beasley og bætir við: „Úkraínskir bændur þurfa að sá í vorakra sína. Þetta er eitt frjósamasta svæði heims og þangað hefur WFP sótt helming hveitisins.“

Stríðið gæti hindrað sáningu og þar með uppskeru.

Jean-Yves Le Drian utanríkisráðherra Frakka varaði við því að stríðið í Úkraínu kynni að valda “einstaklega alvarlegri” matvælakreppu.

Rússland er stærsti útflytjandi hveitis með 18% heildarútflutnings. Samanlagt flytja Rússland og Úkraínu út 25.4% alls hveitis. Helminugrinn er fluttur út til Afríku og er Egyptaland stærsti innflytjandinn. Allur fæðuútflutningur frá Úkraínu hefur stöðvast og sett strik í reikning matvælaframleiðslu.

Araba- og Afríkuríki í hættu

Túnis reiðir sig á innflutning helmings alls hveitis frá Úkraínu. Á undanförnum árum hefur Túnis glímt við mikið atvinnuleysi, verðbólgu og miklar ríkisskuldir. Af þeim sökum stendur landið höllum fæti fyrir utanaðkomandi efnahagslegum áföllum.

Mynd: Matvæladreifing á vegum WFPí Myanmar.

Mörg önnur ríki í Afríku og Arabaþjóðir hafa áhyggjur af þeirri keðjuverkun sem hækkandi hveitiverð kann að hafa. Ríki, sem rétt eins og Túnis, eru veikburða efnahagsleg, eru þjökuð af matarskorti og jafnvel átökum.  23

Átök hafa geysað í Jemen frá 2014 og er landið háð innflutningi til að brauðfæða sig – í eiginlegri og óeiginlegri merkingu. 23 milljónir manna búa við hungur, sjúkdóma og aðrar lífshættulegar aðstæður. Ástandið mun að öllum líkindum enn versna.

Efnahagur Líbanon einkennist af óðaverðbólgu. Að öllu jöfnu flytur landið inn helming hveitis frá Úkraínu. Amin Salam, efnahagsráðherra landsins segir að landið hafi hveitibirgir til eins eða hálfs annars mánaðar.

Verðhækkanir í Egyptalandi

Kaíró. Mynd: Omar Elsharawy/Unsplash

Jafnvel fyrir stríðið í Úkraínu hafði verðlag í Egyptalandi hækkað um 80% frá apríl 2020 til desember 2021. Stöðvun hveitiútflutnings frá Úkraínu mun enn auka á fæðuóöryggi landsins.

Í ríkjum sem glímt hafa við pólitískan óróa vegna veiks efnahags og hás matarverðs, er hættan augljós.

“Okkur ber að ná tökum á þessari nýju stöðu eins fljótt og hægt er,” sagði Le Drian á fundi utanríksiráðherra ESB í Brussel. Hann hvatti Evrópusambandið til að vinna náið með alþjóðlegum hjálparsamtökum og amannasamtökum.