Veðurfræðidagurinn: snemmbærar viðvaranir bjarga mannslífum

0
583
Alþjóða veðurfræðidagurinn Flóð í Indónesíu
Flóð í þorpinu Cipinang Melayu í Indónesíu. Mynd: Kompas/Hendra A Setyawan

Öfgar í veðurfari, loftslagi og úrkomu verða sífellt algengari og snarpari vegna loftslagsbreytingar. Af þeim sökum er nauðsynlegt að veita alemnningi upplýsingar spá ekki aðeins fyrir um veðurfar heldur taka einnig með í reikninginn áhrifin af völdum veðurs. Slíkt getur skipt sköpum við að bjarga mannslífum og lífsviðurværi. 

Slíkar snemmbærar viðvaranir eru ekki tilækar þriðjungi mannkyns. Náið samráð veðurfræðistofnana og almannavarna hvarvetna er þýðingarmikið. Alþjóða veðurfræðidagurinn er í dag 23.mars.

Alþjóða veðurfræðidagurinn

„Loftslagsbreytignar af mannavöldum valda skakkaföllum i öllum heimshlutum,“ segir António Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna í ávarpi á alþjóðlega deginum.

„Í nýjustu skýrslu loftslagsnefnar Sameinuðu þjóðanna (IPCC) eru þær hörmungar sem þetta veldur raktar. Helmingur mannkyns er á hættusvæði. Hver örsmá hækkun hita jarðar eykur tíðni og snerpu öfgakennds veðurfars. Þess vegna ber að hindra að hitastig jarðar hækki um meir en 1.5 gráðu.“

Samráð nauðsyn

Af þessum sökum er á Alþjóðlega veðurfræðideginum beint sjónum að nánara samráði veðufræðistofa og úrkomuspádeilda annars vegar og hamfarstjórnunar og þróunarstarfs hins vegar. Slíkt er mikilvægt til að skipuleggjaforvarnaraðgerðir og viðbrögð.

COVID-19 hefur víða sett striki í reikninginn og grafið undan viðragðshæfni. Heimsfaraldurinn hefur einnig minnt á að í okkar innbyrðis tengda heimi ber að beita samvinnu á milli ólíkra geira og þvert á landamæri í loftslagsaðgerðum,sjálfbærri þróun og í að draga úr hættu af völdum hamfara.

Mannslíf í veði

Að vera viðbúin og tilbúinn að grípa til aðgerða getur bjargað möngum mannslífum og verndað lífsafkomu fólks bæði nú og í framtíðinni. Þess vegna er Alþjóða veðurfræðidagurinn helgaður snemmbærri viðvörun og skjótum aðgerðum.

“Nú er slík viðvaranakerfi ekki tiltæk þriðjungi mannkyns“, segir Guterres. „Hér er aðallega um að ræða smá ey-þróunarríki og minnst þróuðu ríki heims. Í Afríku er hlutfallið enn verra eða 60%. Það er óásættanlegt, ekki s´sit vegna þess að áhrif loftslagsbreytinga eiga áreiðanlega eftir að versna. Snemmbærar viðvaranir og aðgerðir bjarga mannslífum.“