Þak heimsins er að bráðna

0
5
Khumbu jökull í Nepa
Khumbu jökull í Nepal. Mynd: Vyacheslav Argenberg. Creative Commons Attribution 4.0

Loftslagsbreytingar. Vatn. Jöklar. Einn milljarður og þrjú hundruð milljónir manna treysta á vatn, sem á rætur að rekja til jöklanna í Himalajafjöllum – eða áttundi hver jarðarbúi.

Jöklar bráðna nú meir en nokkru sinni fyrr í takt við hækkandi hitastig. Ekkert lát er á notkun jarðefnaeldsneytis, og losun koltvísýrings, sem veldur loftslagsbreytingum.  

Eyðileggin af völdum aurskriðu í þorpinu Lapilang í Nepal.
Eyðilegging af völdum aurskriðu í þorpinu Lapilang í Nepal. Mynd: UNEP/Artan Jama

Bráðnun jökla hefur leitt til gríðarlegra flóða. Þegar vatn streymir óhamið og beljandi til sjávar kemur það ekki að notum sem drykkjarvatn. Nú þegar er farið að leita að vatni af mannúðarástæðum. En á sama tíma skolast heimili fólks í burtu í vatnavöxtum.

Antonio Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna heimsótti Nepal í Himalajafjöllunum til að senda veraldarleiðtogum öflug skilaboð. „Þak heimsins er að hrynja,“ sagði Guterres. „Stöðuvötn fyllast og ár flæða yfir bakka sína og hrífa með sér heilu samfélögin. Og yfirborð sjávar hækkar og ógnar strandbyggðum um allan heim. Þessar hamfarir eru í örum vexti.“

 Glíma Nepals við mónsúnregnið

Loftslagsbreytingar hafa fíleflt árlegu monsúnrigningarnar frá júní til september. Þeim fylgja flóð og aurskriður ekki síst í ríki á borð við Nepal í þverhníptu fjalllendi Himalaja.

 Öldum saman hefur regntíminn átt sinn félagslega- og menningarlegta sess í lífi Nepalbúa og markað lifnaðarhætti þeirra. Nú eru rigningarnar að breytast í verstu martröð þeirra.  Jöklar Himalajafjalla bráðna nú tvisvar sinnum hraðar en fyrir 25 árum. Fá ríki eru því eins berskjölduð fyrir loftslagbreytingum og Nepal.

Boudha, Kathmandu,
Boudha, Kathmandu, Mynd: Wonderlane, Seattle.Creative Commons Attribution 2.0

Skógareyðing hefur aukið vandann til muna víða um heim og dregið úr viðnámsþrótti plánetunnar og aukið hættu á aurskriðum. Vandinn er margslunginn og bæjum og uppskeru er skolað burt með regnavatni, og fólk missir heimili sín og lífsviðurværi.

„Þetta felur í sér miklar hamfarir. Láglendi við sjö og heilu samfélögin eiga á hættu að vera þurrkuð af yfirborðinu. Milljónum manna kann að vera stökkt á flótta og samkeppni um vatn og land magnast. Og flóð, þurrkar og aurskriður færast í aukana um allan heim,“sagði Guterres í Nepal.

Umhverfisstofnun Sameinuðu þjóðanna (UNEP) vinnur með ríkisstjórn Nepals að því að endurreisa 1300 hektara af skóglendi og beitarsvæði. Kemur það 56 þúsund manns til góða og dregur úr þeirri hættu sem stafar af loftslagsbreytingum.

Vatnsbirgðir jarðar eru að tæmast

„Jöklar eru frosnar vatnsbirgðir jarðar. Jöklarnir hér í Himalajafjöllunum sjá vel rúmlega milljarði manna fyrir drykkjarvatni,“ benti Guterres á í Nepal.

António Guterres í Syangbpoche í Nepal
António Guterres í Syangbpoche í Nepal. Mynd: UN Photo/Narendra Shrestha

Alls eru það 1.3 milljarðar manna í nágrannaríkjum á borð við Indland og Kína, sem treysta á vatn úr jöklunum sér til lífsviðurværis. Með bráðnun jöklanna endar mikið af vatni í hafinu í stað þess að koma að notum sem drykkkjarvatn. Eftir því sem hitastig hækkar endurnýja jöklarnir sig ekki.

Þau svæði sem eru í mestri hættu af völdum vatnsskorts eru þurr eða hálfþurr svæði í vesturhluta Kína, norðaustur Afgansitan, Úsbekistan og hlutum Pakistans.

„Tíma jarðefnaeldsneytis ber að ljúka. Við verðum að slá skjaldborg um fólkið sem er fremst á víglinu loftslagsbreytingar. Við verðum að halda hækkun hitastigs jarðar innan við 1.5 gráðu til að koma í veg fyrir verstu afleiðingarnar,“ sagði Guterres.

„Heimurinn getur ekki beðið.“