Þegar Móðir Jörð kallar á aðgerðir 

0
772
Mission 1.5

Alþjóðlegur dagur Móður jarðar er haldinn til þess að minna okkur öll á að Móðir jörð og vistkerfi hennar er grundvöllur lífs okkar og lífsviðurværis.

Að þessu sinni er dagur Móður jarðar helgaður ákalli um aðgerðir. Náttúran þjáist. Skógareldar hafa geisað í Ástralíu, hitmet hafa verið slegin og engisprettufaraldur hefur herjað á Kenía. Nú stöndum við frammi fyrir COVID-19 heimsfaraldrinum sem tengist heilbrigði vistkerfis okkar.

„Núverandi hamfarir eru áminning án nokkurrar hliðstæðu,“ segir António Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna í ávarpi í tilefni dagsins.

„Við verðum að snúa endurreisnaraðgerðum upp í raunverulegt tækifæri til að gera rétt í þágu framtíðarinnar. Gróðurhúsalofttegundir eru eins og veiran og viðurkenna engin landamæri. Ég skora á ykkur að taka undir kröfu mína um heilbrigði og þolgæði jafnt fyrir plánetuna okkar og alla jarðarbúa.“

75% allra nýrra smitsjúkdóma sem skjóta upp kollinum hjá mönnum eiga uppruna sinn hjá dýrum að mati UNEP, Umhverfisstofnunar Sameinuðu þjóðanna. Þetta sýnir náin innbyrðis tengsl á milli heilbrigðis manna, dýra og umhverfisins.

Spilið loftslagsleik heima

Alþjóðlegur dagur Móður jarðar að þessu sinni markar fimmtugsafmæli alþjóðlega dagsins. Að þessu sinni er áherslan á loftslagsaðgerðir.

Milljarðar manna verða að gera sér að góðu að vera heima vegna lokunar skóla og fyrirtækja, að ógleymdir einangrun, sóttkví og samskiptabanna.

En mörg okkar vilja engu að síður vera virk þótt hefðbundnar leiðir séu ekki færar til að láta rödd okkar heyrast um nauðsyn loftslagsaðgerða.

Sameinuðu þjóðirnar bjóða, hins vegar, þeim sem heima sitja að leika tölvuleik um loftslagsaðgerðir. Mission 1.5 er tölvuleikur spilaður á netinu sem fræðir fólk um loftslagsmál og er um leið vettvangur til að greiða atkvæði um þær lausnir sem eru í boði. Atkvæðin verða svo talin og afhent oddvitum ríkisstjórna. Upplýsingar sem þannig er safnað saman geta orðið stjórnvöldum styrkur til að grípa til nauðsynlegra aðgerða til að takast á við loftslagsvána.

Leikinn og allar uplýsingar má nálgast hér: https://www.mission1point5.org/