8.mars: Jafnrétti mætir öflugri andspyrnu

0
796
Alþjóðlegi kvennadagurinn 2020
Sanna Marin forsætisráðherra Finnlands hittir António Guterres aðalaframkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna fyrir fundinn. UN Photo Mark Garten

Sanna Marin forsætisráðherra Finnlands varar við því að áunnin réttindi kvenna eigi undir högg að sækja í heiminum. Marin var aðalræðumaður þegar Sameinuðu þjóðirnar fögnuðu Alþjóðlega kvennadeginum 8.mars í höfuðstöðvum samtakanna í New York á föstudag.

„Þegar ég lít yfir sviðið í heiminum í dag blasir ekki sérstaklega björt mynd við mér,“ sagði finnski forsætisráðherrann. „Sótt er að jafnrétti kynjanna og réttindum kvenna. Sérstaklega í kynferðis- og frjósemisheilbrigðisréttindum. Meira að segja stuðningur við mikilvægt málefni á borð við konur, frið og öryggi fer dvínandi. Það var sorglegt að Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna gæti ekki komið sér saman um stuðning við fórnarlömb kynferðislegs og kynbundins ofbeldis í apríl síðastliðnum.“

Marin forsætisráðherra benti á að hún væri á meðal aðeins tuttugu og einnar konu sem sæti í oddviti ríkisstjórrna í þeim 193 ríkjum sem ættu aðild að Sameinuðu þjóðunum.
Í ræðu sinni beindi hún sjónum að nútímatækni og áhrifum á jafnrétti. Hún sagði afar þýðingarmikið að réttindi kvenna og stúlkna væru í fyrirrúmi þegar tækni, nýsköpun og stafræn umbreyting væri annars vegar.

Gervigreind

„Nýjar vörur og þjónusta sem byggja á gervigreind ýta undir undirliggjandi kynjafordóma. Ég vil breyta þessu. Eina leiðin til þess er að fjölga konum í hátækni. Jafnframt að fjölga konum í þeim stöðum þar sem þær geta haft áhrif á regluverk þessa geira.“

Phumzile Mlambo-Ngcuka
Phumzile Mlambo-Ngcuka forstóri UN Women kynnir skýrsluna ásamt Anya Victoria Delgado frá the Feminist Alliance for Rights (til vinstri) og Silke Staab (hægri) frá UN Women. UN Women/Ryan Brown

Í aðdraganda Alþjóðlega kvennadagsins kynnti UN Women, Jafnréttisstofnun Sameinuðu þjóðanna skýrsluna „Yfirlit yfir réttindi kvenna 25 árum eftir Beijing ( “Women´s Rights in Review 25 years after Beijing”) þar sem farið er ítarlega yfir framkvæmd aðgerðaáætlunarinnar sem samþykkt var í Beijing, en það er umfangsmesta áætlun í jafnréttismálum sem um getur.

Þar er komist að þeirri niðurstöðu að framþróun jafnréttis riði til falls og að árangur sem unnist hafi með baráttu hafi tapast á ný. Frekari árangri stafi hætta af þrálátum ójöfnuði, loftslagsvánni, átökum og ógnvekjandi framgangi pólitískra afla sem byggi á sundrungu.

Phumzile Mlambo-Ngcuka forstjóri UN Women gerði skýrsluna að umtalsefni í ræðu sinni á fundinum um Alþjóðlega kvennadaginn í New York.

„Niðurstaða skýrslunnar er að konur skipa 25% valda- og áhrifastaða í heiminum: 75% þingsæta eru skipuð körlum, 73% stjórnunarstaða eru í höndum karla og 70% samningamanna í loftslagsmálum eru karlar. Þannig að við verðum að gera okkur að góðu að þröngva okkur inn í 20-25% valdarýmisins. En í dag ætlum við að brjótast úr. Við viljum fylkja liði í átt til 50% marksins, því 50% er það sem skiptir máli. Og við munum vinna saman að því að ná þessum 50%.“

Sjá nánar um Alþjóðlega kvennadaginn

Mamma af hverju ertu að meiða mig?

8.mars: Kastljós á Jafnréttiskynslóð 

Valdaójafnvægi á milli kynjanna eftir António Guterres