Ein milljón dýra og plantna eru í hættu

0
861
Alþjóðlegur dagur fjölbreytni lífríkisins
Alþjóðlegur dagur fjölbreytni lífríkisins

Ein milljón dýra – og jurtategunda í heiminum eru í útrýmingarhættu. Þegar grafið er undan fjölbreytileika lífríkisins steðjar ógn að sama skapi að mannkyninu.

Auk umhverfisþátta er þetta heilsuvá því aðgangur okkar að matvælum og lyfjum minnkar. Þema Alþjóðlegs dags líffræðilegrar fjölbreytni 22.maí er „Lausnin felst í náttúrunni“.  Í þeim boðskap er lögð áhersla á von, samstöðu og alþjóðlega samvinnu um að byggja upp framtíð sem hefur að leiðarljósi að lifa í sátt og samvinnu við náttúruna.

Til þess að draga úr skakkaföllum af völdum loftslagsbreytinga er nauðsynlegt að vernda og stýra líffræðilegum fjölbreytileika með sjálfbærni í huga. Sama máli gegnir um varðveislu ferskvatns og fæðuöryggi og jafnvel að hindra útbreiðslu farsótta.

„COVID-19 átti rætur að rekja til villtra dýra, “ segir António Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna.  „Það sýnir okkar að heilbrigði mannkynsins tengist samskiptum okkar við náttúrunnar.“

Ógn við allt líf

Siðmenningin byggir á auðæfum lífræðilegrar fjölbreytni. Fimmtungur dýrapróteins þriggja milljarða manna kemur úr fiski. Meir en 80% fæðu mannsins er sóttur til jurta. Allt að 80% fólks í dreifbýli í þróunarríkjum treystir á lækningalyf sem unnin eru úr jurtum.

Tap líffræðilegrar fjölbreytni ógnar öllum, þar á meðal heilsu okkar. Sýnt hefur verið fram á að mannsmitanlegir dýrasjúkdómar geta aukist eftir því sem fjölbreytni lífríkisins minnkar. Hins vegar eru möguleikar okkar á að sigrast á faröldrum á borð við kórónaveiruna góðir ef við viðhöldum fjölbreytninni.