Getum við stjórnað veðrinu?

0
975
Ein hugmndin er að lýs skýin yfir útöfunum. Mynd: Unsplash/M.T. El Gassier

Margir vísindamenn hafa leitað leiða til að sporna við loftslagsbreytingum. Þeir eins og margir aðrir eru þreyttir á meintu aðgerðarleysi stjórnmálamanna við að stöðva aukningu á losun koltvísýrings í andrúmsloftið. Sú fræðigrein sem þeir fást við er kölluð loftslagsverkfræði (geoengineering).

Milda áhrif loftslagsbreytinga

Föngun og förgun CO2 Loftslagsverkfræðin sýslar með ýmis konar tækni. Markmiðið er að grípa inn í ferli plánetunnar og milda afleiðingar loftslagsbreytinga. Á meðal þessa má nefna föngun og förgun kolefnis

Stofnun um rammasamning Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar (UNFCC) segir að kolefnisföngun geti leikið mikilvægt hlutverk í að milda áhrif losunar koltvísýrings í andrúmsloftið í framtíðinni. Hér sé á ferð lykil-tækni til að minnka kolefni í orkugeiranum til lengri tíma litið. Þessi aðferð er talin mikilvæg viðbót við hefðbundnari umhverfisstefnu og skiptir verulegu máli í viðleitni til að halda aukningu hitastigs innan tveggja gráða á Celsius frá iðnbyltingu.

Kolefnisföngun á Norðurlöndum

Norðurlöndin hafa veirð áhugasöm um förgun og föngun koltvísýrings. Í stuttu máli snýst þetta um að fanga koltvísýringinn við brennslu eða í iðnaðarferli og annað hvort nota hann við framleiðslu á vöru eða koma honum fyrir í iðrum jarðar.

Noregur hefur nýlega hleypt af stokkunum föngunaverkefni   í Norcem Brevik sementsverksmiðjunni. Þetta gæti hugsanlega orðið umfangsmesta verkefni af þessu tagi í heimi. Talið er að verksmiðjan geti fangað 400 þúsund tonn af koltvísýringi á ári. Það myndi nema helmingi af ársframleiðslu Norcem í Brevik.

Föngun og förgun CO2
CopenHill orkuverið. Mynd: Amager Resource Cente

Förgunar og föngunarverkefni er einnig nýhafið í  Lysekil í Svíþjóð.. Fyrsta verkefni af þessu tagi  í Danmörku er kennt við CopenHill  (Amager Bakke) og áð hefjast innan skamms, en þar er sorp notað til að framleiða orku.

CopenHill eða Amager bakke-orkuverið brennir óendurnýtanlegu sorpi og með því verður til hiti og rafmagn. Ætlunin er að fanga og farga koltvísýringnum sem losnar frá og með 2022. Koltvísýring má síðan nýta til að mýkja vatn eða búa til gosdrykki. Hitann má svo nota í hitaveitu um alla Kaupmannahöfn. Danir hafa líka áform um að nota farga hluta af kolvítsýringslosun í Norðursjónum þar sem áður var að finna olíu.

Óvist er hversu mikið er hægt að minnka losun með þessari aðgerð.  Hins vegar telur Amager Resource Center  sem stýrir CopenHill- verkefninu að í fyrstu verði hægt að fanga 12 tonn af koltvísýringi á dag. Og 2025 þegar full afköst hafa náðst er stefnt að því að fanga 500 þúsund tonn af ári. Það er um 2% af fyrirætlunum Dana sem ætla að minnka losun um 70% fyrir 2030.

Íslendingar hófust handa á undan hinum Norðurlöndunum. Koltvísýringur hefur verið fangaður og honum fargað í Hellisheiðarvirkjun frá 2014. Carbfix-verkefnið snýst um að fanga koltvísýring úr útblæstri virkjunarinnar og leysa hann upp í vatni. Þessu er síðan þrýst ofan í jörðina aftur og verður þar að steini.

Draumur í anda Prómeþeifs 

Förgun og föngun CO2
Prómeþeifur og örninn Eþon. Unsplash/Christian Paul Stobbe

Það er yfirleitt eingöngu talið á valdi guða og ofurhetja að stýra veðrinu. En föngunar og förgunar aðferðirnar eru aðeins í hópi margra tilrauna innan vébanda loftslagsverkfræðinnar.

Auk föngunar koltvísýrings má nefna hugmyndir um stýringu á útgeislun sólar. Þær snúast um að takmarka magn sólargeisla sem nái til jarðar. Bent hefur verið á hvítun jarðar gæti þarna haft hlutverki að gegna. Eftir því sem pólarnir og jöklar dragast saman, minnkar geta jarðarinnar til að spegla geislum sólar aftur út í geim. Stungið hefur verið upp á því að lýsa ský yfir úthöfunum í þessu skyni.

Enn má nefna ævintýralegar hugmyndir um að úða súlfati upp í heiðhvolfið. Með því er verið að herma eftir eldfjöllum en þekkt er að súlfat í gosefnum hefur haft kælandi áhrif á loftslagið.

Föngun og förgun CO2
Eldjfallið Sinabung í Indonesiu. Unsplash/Yosh Ginsu

Í Earthmasters, bók sem kom út árið 2012, lýsti siðfræðiprófessorinn Clive Hamilton áhyggjum sínum af tilhneigingum manna til að vilja hafa stjórn á veðrinu með nýrri tækni. Hann óttast að okkur farist eins og gríska guðinum Prómeþeifi sem var refsað fyrir að stela eldinum handa mannkyninu. Margir gjalda varhug við umfangmiklum inngripum í grundvallarferli plánetunnar. Spurt er hvaða áhrif það hefði að úða súlfati upp í heiðhvolfið, til dæmis á ósonlagið. Og á Íslandi vitum við að þegar koltvísýringur er gerður að grjóti hafa orðið jarðskjálftar.

Umhverfisstofnun Sameinuðu þjóðanna (UNEP) hefur varað við því að umfangsmikil “inngrip” í náttúruleg kerfi kunni að hafa óviljandi aukaáhrif”. Hvetur UNEP til þess að “umhverfisleg, félagsleg og lagaleg áhrif verði tekin til athugunar.”