Guterres: Fimm rauð viðvörunarljós

0
573
Friðargæslusveit kvenna frá Sambíu í Mið-Afríkulýðveldinu. Mynd: MINUSCA/Hervé Serefio

António Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna segir að markmið samtakanna árið 2022 verði að kljást við fimm brennandi alheimsvandamál.

Í ræðu sem hann hélt á Allsherjarþinginu sagði hann að rauð viðvörunarljós blikkuðu á fimm sviðum og þau krefðust aðgerða af hálfu allra ríkja heims.

Þau eru COVID-19 heimsfaraldurinn, „siðferðilega gjaldþrota“ fjármálakerfi heimsins, loftslagsváin, lögleysa í netheimum og friðar- og öryggisleysi.

Fyrsta viðvörun: Baráttan við COVID-19

Guterres sagði að barátan við að kveða niður kórónaveirufaraldurinn yrði að vera efst á lista og hverju einasta ríki bæri að „vera í hamfarastellingum“.

Á hinn bóginn mætti veiran ekki verða „skálkaskjól“ til að breiða yfir mannréttindabrot, og ganga á borgaralegt svæði og frelsi, eða koma á takmörkunum sem ekki ættu rétt á sér.

„Aðgerðum okkar ber að eiga stoð í vísindum og heilbrigðri skynsemi. Og niðurstaða vísindanna er skýr og skorinorð: Bóluefni virka. Bóluefni bjarga mannslífum.“

Aðalframkvæmastjórinn hvatti til þess að COVAX samstarfið um að koma bóluefni á framfæri við fátæk ríki nyti algjörs forgangs.

Önnur viðvörun: Umbætur á fjármálakerfi heimsins

Guterres var ómyrkur í máli um fjármálakerfið en hann sagði að heimsfaraldurinn hefði kallað fram verstu galla þess. „Fjármálakerfi heimsins er siðferðilega gjaldþrota. Það hyglar hinum ríku og refsar fátækum.“

Fyrir vikið hefur hagvöxtur í fátækustu ríkjunum verið minni en verið hefur í líftíma heillar kynslóðar. Miðtekjuríkjum er neitað um skuldaeftirgjöf þrátt fyrir mikla aukningu fáætkar.

„Munurinn á milli þróunar- og þróðara ríkja er orðinn kerfisbundinn. Slíkt er uppskrift að óstöðugleika, kreppu og þvinguðum fólksflutningum,“ sagði Guterres.

Hvatti Guterres til róttækrar uppstokkunar til að koma þróunarríkjum til hjálpar.

Þriðja viðvörun: Loftslagsváin

Aðalframkvæmdastjórinn sagði að ríki ættu einskis annars úrkosta en að líta á loftslagsvána sem „hamfarir“. Veröldin væri vísðfjarri því að halda hlýnun jarðar innan 1.5 gárðu takmarksins miðað við upphafi iðnbyltingar eins og stefnt er að í Parísarsamningnum um loftslagsbreytingar.

Hann hvatt til að engin ný kolaorkuver yrðu stofnun og engin frekari leit að olíu og gasi.

Minnka yrði losun gróðurhúsalofttegunda um 45% fyrir lok áratugarins og ná kolefnishlutleysi fyrir miðja öldina

Fjórða viðvörun: Tækni og netheimar

Guteress sagði nauðsynlegt að færa þremur milljörðum netlausra jarðarbúa aðgang að netinu. Hins vegar þyrfti að berjast gegn misnotkun upplýsinga, rangfærslum og tölvuglæpum.  og tölvuglæpa.

„Persónulegar upplýsingar okkar eru notað til að stjórna og villa um fyrir okkur, breyta hegðunarmynstri okkar, brjóta mannréttindi og grafa undan lýðræðislegum stofnunum,“ sagði Guterres.

Hann hvatt til öflugrar stefnumótunar til að breyta viðskiptamódeli samskiptamiðlafyrirtækja. Þá hvatti hann samkomulags um bann við notkun sjálfvirkra vopna, svokallaðra „drápsróbota.“

Fimmta viðvörun Friður og öryggi

Fleiri vopnuð átök eru nú í heiminum frá lokm síðasti heimsstyrjaldarinnar. Guteres sagði að spyrna þurfi við fótum vegna árása á mannréttindi og réttarríki, þjóðernisskrumi, kynþáttahatri og öfgastefnum. Þá væri víða neyðarástand sem loftslagsbreytingar kyntu undir.

Hann hvatti til einingar innan Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna því „heimurin er of lítill fyrir svo mörg átakasvæði.“