Samrækt og vatnsræktun : tvær flugur í einu höggi

0
936

Vistkerfi hafs og vatna eru undir miklu álagi um allan heim. Áratugur Sameinuðu þjóðanna um hafrannsóknir í þágu sjálfbærrar þróunar er haldinn í því skyni að auka skilning á hafinu og verndun þess og strandlengja um allan heim. Nýrrar hugsunar og hugmynda er þörf til að mæta þörfum fólksins og plánetunnar. Samrækt og vatnsræktun koma þar við sögu.

Þegar vandi steðjar að vistkerfum vatna hefur það áhrif á lífsgæði fólks. Höfin hafa orðið endastöð úrgangs. Plastmengun hefur neikvæð áhrif á örverur í vötnum. Ofveiði veldur útdauða tegunda og ójafnvægi í vistkerfum.  

Juhani Pirhonen

Juhani Pirhonen starfar við Jyväskylä-háskóla í Finnlandi sem hefur sérhæft sig í vatnsræktun og líffræði fiska

„Nú á okkar dögum ætti hringrásarhagkerfi að vera útgangspunktur alls,“ segir Pirhonen í viðtali. „Stór hluti fiskeldis er í opnum kerfum sem losa næringarefni út í umhverfið. Þessi næringarefni, nitur og fosfór valda skaðlegri ofauðgun. Aur hefur líka áhrif á botnlæga hryggleysingja,” segir Pirhonen.

Milljónir manna um allan heim, ekki síst í þróunarríkjum, sækja egghvítuefni til fiskjar. Eftir því sem íbúum jarðar fjölgar verður sjálfbærni sífellt brýnni.

Timo Halonen

Timo Halonen er ráðgjafi á vegum finnskra stjórnvalda og vinnur að sjálfbærum fiskveiðum.

„Sjálfbærni-hugtakið er víðfeðmt. Á því eru félagslegar- vistlegar- og efnahagslegar hliðar. Umræðan í Finnlandi snýst um vistfræðina vegna ástands Eystrasaltsins. Ofauðgun er stórmál og minnir líka á mikilvægi þessað draga úr niturlosun í fiskeldi,“ segir Halonen.

Ný grunnhugmynd

Sameinuðu þjóðirnar hleyptu af stokkunum Áratug hafrannsókna í þágu sjálfbærrar þróunar í mars 2021. Markmiðið er að auka rannsóknir á þessu sviðið í heiminum og efla samstarfs í þeirri von að finna lausnir á ýmsum vanda hafsins.

Þrátt fyrir áhyggjur af umhverfinu í tengslum við fiskeldi er ljóst að það er áhugaverður kostur í matvælaframleiðslu.  

Mynd: Frank Vessia–unsplash

„Fiskur nýtir þá fæðu sem honum er gefin einna best allra dýra. Þetta er því ein skilvirkasta aðferðin við að framleiða dýra-eggjahvítuefni,“ segir Pirhonen.

Sífellt meira land er nýtt í þágu landbúnaðar. Á sama þarf heimurinn hins vegar að endurheimta land í verndunarskyni og í þágu fjölbreytni lífríkisins.

„Það eru miklir möguleikar í fiskeldi því vatn þekur 70% plánetunnar. Þar að auki getum við aðeins nýtt tvær víddir á landi en á láði er hægt að nota þrjár,“ útskýrir Halonen.

Nýsköpun í forgrunni

 

Mynd: Hanson Lu – UnsplasNúverandi stjórnun er ekki aðeins að eyðileggja höfin, heldur færir sér ekki í nyt þá miklu möguleika sem þar búa til að tryggja velferð jarðarbúa.

Frumbyggjasamfélög víða um heim hafa sýnt fram á að vatnsræktun getur verið sjáflbær. Frumbyggjunum hefur tekist að tvinna saman hagsmuni mannsins og umhverfis hans með þeim hætti að hvorir tveggja hafi hag af.

Astekar hinir fornu notuðu „Chinampas” eða  flotgarða til trjáræktar á yfirborði vatna og færðu sér í nyt næringarefni úr úrgangi. Í dag er sjávargróður aðeins ræktaður í tengslum við fiskeldi á nokkrum stöðum í Asíu.

Pirhonen hefur unnið við kerfi þar sem örþörungar eru ræktaðir með því að nota vatnsúrgang úr fiskeldi. Hann telur að sú hugmynd að skapa fjölnæringar-vistkerfi sé áhugaverð. „Við höfum líka gert tilraunir með að nýta smádýr í þessu kerfi, þar á meðal vatnaflær og kræklinga“ segir hann.

Í júlí á þessu ári, 2021, birti FAO, Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna nýja skýrslu um sjávargróður og örþörunga og möguleika sem fælist í nýtingu þeirra til að þróa vatnsræktun.

„Með þessari aðferð eru nærngarefni og fóður sem annars færi til spillis, nýtt. Þetta er módel þar sem samhugsmunir eru nýttir í framleiðslu. Bæði er dregið úr mengun og þar að auki framleiddur lífmassi til sölu,“ útskýrir Halonen.

Margir kostir

Mynd: Towfiqu-Barbhuiya-Unsplash

Það er auðvitað áhugavert að rækta hvort tveggja í senn fisk og þörunga. Þessa tegund fæðuframleiðslu mætti þróa í þá átt að virkja vistkerfi til annars; eins og að draga úr ofauðgun, fanga og binda koltvísýring, draga úr súrnun hafsins og vernda strandlengjur.    

Pirhonen hefur rannsakað hvernig nota má vatnsræktunarkerfi  til að hindra losun næringarefni út í umhverfið.

„Sumar rannsóknir snúast um að draga úr losun niturs. Það er gert með því að breyta nitri í gas sem hverfur út í andrúmsloftið. En ég tel að með þessu sé verið að sóa næringarefni. Það er skref aftur á bak þegar við leitumst við að skapa hringrásarhagkerfi. Samrækt (Aquaponics) er ákjósanleg því með því minnkar magn niturs sjálfkrafa,“ segir Pirhonen.

Þörunga má nota til manneldis eða sem dýrafóður. Það má líka nota það sem bætiefni, í lyf, snyrtivörur, fatnað, áburð og eldsneyti.

„Þörungaframleiðslan gæti nýtt sér fyrirliggjandi aðstöðu til vatnsræktunar. Ef hægt er að finna markað fyrir þennan nýja lífmassa má hugsa sér að hægt væri að nýta enn meira næringarefni en það sem sótt er til fiskeldisins,“ segir Halonen.

Mikilvægi stefnumörkunar

Mynd: Bill Oxford – Unsplash

Rannsókna og þróunarstarfs er þörf til að tryggja sjálfbærni vatnsræktunar.  Hvatar skiptar auðvitað máli til að kveikja áhuga neytenda og framleiðenda. Halonen telur lykilatriði að endurskoða núverandi umhverfisreglur til þess að tryggja aðdráttarafl nýrra viðskiptamódela.

„Þröngsýni einkennir umhverfisreglur í Finnlandi þessa stundina. Nú telst það fyrirtækjum ekki til tekna að bæta upp annars staðar, ef það gerist ekki í einu vetvangi,“ segir hann.

Hann telur að kolefnis og losunar-skattar geti greitt fyrir þróun vatnsræktunar ef vel er haldið á spilum. „Borið saman við framleiðslu dýra-eggjahvítuefnis koma fiskveiðar og vatnsræktun mjög vel út og hafa lágt kolefnisfótspor.“