Forseti Íslands: Mannréttindayfirlýsingin á enn erindi

0
34
Mannréttindayfirlýsing Sameinuðu þjóðanna var samþykkt á fundi Allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna í Chaillot-höll í París 10.desember 1948.
Mannréttindayfirlýsing Sameinuðu þjóðanna var samþykkt á fundi Allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna í Chaillot-höll í París 10.desember 1948.
Mannréttindayfirlýsing Sameinuðu þjóðanna 75 ára. 10.desember eru 75 ár frá samþykkt Mannréttindayfirlýsingar Sameinuðu þjóðanna. Hún er talin hafa rutt brautina fyrir öllu mannréttindastarfi undanfarna þrjá aldarfjórðunga.
Í tilefni af amælinu hefur Rás 1 í samvinnu við Upplýsingaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna (UNRIC) undanfarna viku birt fjóra örþætti, um tíu mínútur að lengd. Þar er farið er yfir sögu og gildi Mannréttindayfirlýsingarinnar. Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands segir í viðtali í þáttunum að Mannréttindayfirlýsingin eigi enn erindi við okkur. „Já, að sjálfsögðu. Hún er grunnur siðaðs samfélags; sami grunnur og í trúarbrögðum ef út í það er farið,“ sagði forseti Íslands.

Fræðimenn brjóta yfirlýsinguna til mergjar

Í örþáttunum er einnig rætt við fræðimennina Guðmund Alfreðsson fyrrverandi prófessor í mannréttindum og þjóðarrétti, Rósu Magnúsdóttur og Val Ingimundarson prófessora í sagnfræði við Háskóla Íslands, Kára Hólmar Ragnarsson lektor í lögfræði við sama skóla og Valgerði Pálmadóttur hugmyndasagnfræðing og nýdoktor við Sagnfræðistofnun.
Sjá fyrsta þátt hér og ritaða útgáfu hér 
Annar þáttur hér og rituð útgáfa hér. 
Þriðji þáttur hér og rituð útgáfa hér. 
Fjórði þáttur hér og rituð hér. 
Sjá Mannréttindayfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna hér.