Neyðin utan kastljóssins

0
303
Þurrkar í Sómalíu
Þurrkar í Sómalíu. Mynd: OCHA.

Mannúðaraðstoð. Stríðið í Úkraínu hefur tröllriðið fréttum undanfarið ár og óneitanlega skyggt á önnur átaka- og hamfarasvæði. Ýmsir aðrir staðir eiga hins vegar skilið athygli umheimsins.

Þúsundir Úkraínumanna hafa leitað hælis í Póllandi.© WFP/Marco Frattini
Þúsundir Úkraínumanna hafa leitað hælis í Póllandi.© WFP/Marco Frattini
.

Mannúðaraðstoðar er víða þörf ýmist vegna átaka eða ástands sem rekja má til loftslagsbreytinga. 

Sameinuðu þjóðirnar og samstarfsaðilar þeirra á sviði mannúðarmála hafa farið fram á 51.5 milljarð Bandaríkjadala til að veita 238 milljónum manna í 68 ríkjum neyðaraðstoð.

Auk Úkraínu eru eftirfarandi 11 svæði í heiminum á válistanum.

Austuroddi Afríku

WFP
Mynd: WFP

Stórslys er í uppsiglingu í Eþíópíu, Kenía og Sómalíu vegna langvarandi þurrka. Að minnsta kosti 36.4 milljónir þurfa á neyðaraðstoð að halda til að lifa af. Þar af líða 26 milljónir það, sem kallað er bráða-fæðu óöryggi.

17 milljónir manna fengu mannúðaraðstoð á síðasta ári, 2022, en brýn nauðsyn er að auka matar-, næringar-, heilbrigðis og annars konar aðstoð til að hjálpa fólki að komast yfir erfiðleika á næstu mánuðum.

Haítí

Fólk reynir að komast yfir á í vexti eftir fellibyl á Haít
Fólk reynir að komast yfir á í vexti eftir fellibyl á Haítí. Mynd: Logan Abassi UN/MINUSTAH

Nærri helmingur íbúa Haítí líður hungur og í fyrsta skipti í sögu landsins vofir hungursneyð yfir 19 þúsund manns.

Vopnuð gengi stjórna mikilvægum samgönguæðum víða um landið og í höfuðborginni Port-au-Prince. Þau hafa einnig gerst sek um afbrot þar á meðal umfangsmikið kynferðislegt- og kynbundið ofbeldi og hafa heilu samfélögin lagst á flótta. Talið er að 5.2 milljónir þurfi á mannúðaraðstoð að halda.

 Sahel-svæðið

Vatnsdreifing í Malí.
Vatnsdreifing í Malí. Mynd: OCHA

Vopnað ofbeldi og óöryggi hefur farið vaxandi á Sahel-svæðinu og þar hafa hlutar Burkina Faso, Malí og Níger orðið verst úti. 1100 manns létust í nóvembermánuði síðastliðnum. Þá hefur svæðið orðið illa úti vegna loftslagsbreytinga. Langvinnir þurrkar hafa sett alvarlegt strik í reikninginn jafnt fyrir akuryrkju sem kvikfjárrækt.

Fjöldi þeirra, sem þurfa á mannúðaraðstoð og vernd að halda á svæðinu, jókst um þrjár milljónir á síðasta ári, 2022 og er nú 37.8 milljónir.

Afganistan

Afganistan
Afganistan. Mynd Pierre Peron/OCHA

Afganistan er einn versti staður í heimi fyrir konur og stúlkur. Bundinn hefur verið endi, að miklu leyti á skólagöngu, þar á meðal háskólanám, atvinnu og samfélagslega þátttöku. Óöryggi ríkir og vígamenn vaða uppi.

Bann við störfum kvenna í hjálparstarfi hefur haft alvarlegar afleiðingar um allt landið. Á sama tíma hefur úrkoma verið lítil þriðja árið í röð og efnahagskreppa hefur ríkt á annað ár.

Búast má við að frá og með þessu ári, 2023, muni tveir þriðju hlutar Afgana eða 28.3 milljónir þurfa að reiða síg á mannúðaraðstoð og vernd.

 Jemen

Al Sadaqah sjúkrahúsið í Aden í Jemen
Al Sadaqah sjúkrahúsið í Aden í Jemen. Mynd: OHCA

Áralöng átök í Jemen hafa komið hart niður á íbúum og lífsviðurværi þeirra. Milljónir búa við hörmulegar aðstæður. Fátækt, hungur og sjúkdómar einkenna líf fólks, en heilsugæsla, menntun og önnur þjónusta hangir á bláþræði.

Hjálparstofnanir gátu aðstoðað 10.7 milljónir manna á mánuði að jafnaði. Talið er að 21 milljón þurfi á mannúðaraðstoð og vernd að halda á þessu ári.

Suður-Súdan

Börn í Suður-Súdan.
Börn í Suður-Súdan. Mynd: WFP/Marwa Awad

Mannúðarstofnanir og samtök telja að þörf sé á andvirði 1.7 milljarða dala til að aðstoða 6.8 milljónir manna í Suður-Súdan. Ofbeldi, átök og ofsafengið veðurfar, þar á meðal flóð herja á íbúana. Því er spáð að 8.2 milljónir manna, eða tveir þriðju hlutar landsmanna verði fórnarlömb bráða-fæðuóöryggis á “magra” tímabilinu þegar minnst er um matvæli frá maí til júlí.

Nígería

WFP lager í Nígeríu.
WFP lager í Nígeríu. Mynd: UNOCHA/Damilola Onafuwa

Nígería glímir við margs konar kreppu, all frá óöryggi til útbreidds hungurs í norðausturhluta landsins. Þar hafa tvær milljónir manna flosnað upp, 4.4 milljónir glíma við bráða-fæðuóöryggi og 1.7 milljónir barna eru vannærð. Þar að auki hafa orðið mestu flóð í áratug, sem bitnað hafa á rúmlega 4 miljónum manna.

Á þessu ári þurfa 8.3 milljónir á aðstoð að halda og mannúðarstofnanir stefna á að ná til 5.9 milljóna þeirra sem höllustum standa fæti.

Líbanon

WHO Heilsuþing
Hjúkrunarkona í Beirút í Líbanon sinnir barni. Mynd: © UNICEF/Fouad Choufany

 Líbanon gengur nú í gegnum fordæmalausa efnahags- og fjárhagskreppu, sem kemur niður á öllum íbúum hvort heldur sem er Líbönum sjálfum, eða sýrlenskum og palestínskum flóttamönnum, auk farandfólks.

Búist er við að mannúðarþarfir aukist á þessu ári, en þú þurfa 2.3 milljónir á mannúðaraðstoð að halda, þar á meðal aðgang að drykkjarvatni og hreinlætisaðstöðu.

Myanmar

Neyðaraðstoð veitt í Myanmar
Neyðaraðstoð veitt í Myanmar. Mynd: OCHA

17.6 milljónir þurfa á mannúðaraðstoð að halda en átök halda áfram með þeim afleiðingum að fólk flosnar upp. Nú eru 1.4 milljónir á vergangi innanalands.

Helmingur barna á skólaaldri – 4 milljónir – hefur ekki sótt skóla í 2 ár.

Sýrland

Börn í snjókasti í flóttamannabúðum í Sýrlandi
Börn í snjókasti í flóttamannabúðum í Sýrlandi. Mynd: Khaled Akacha/OCHA

Rúmum 11 árum eftir að átök brutust út eru hvergi jafn margir á flótta innan landamæra ríkis en í Sýrlandi eða 6.8 milljónir. Óvíða þurfa fleiri á aðstoð að halda.

Að minnsta kosti 15.3 milljónir þurfa á mannúðaraðstoð að halda í ár.

Lýðveldið Kongó

75 ára afmæli Sameinuðu þjóðanna
Fórnarlöm kynferðislegs ofbeldis í hernaði í Kongó.

26.4 milljónir eða fjórði hver íbúi þarf á mannúðaraðstoð að halda. Á síðasta ári herjaði bráða-vannæring á 6.4 milljónir manna, aðallega börn undir fimm ára aldri.

Vopnuð átök, kynferðislegt ofbeldi og ill meðferð á börnum hefur hrundið af stað flóttamannastraumi. 5.7 milljónir eru á flótta innanlands og er það mesti fjöldi sem um getur í Afríku.

Sjá einnig: Hvað er hungur? Hvað er fæðuóöryggi? 

Hvað er hungur? Hvað er fæðu-óöryggi?

Sjá nánar hér.