Sjávargras: Þar sem þorskurinn þrífst

0
409
Sjávargras er mikilvægt vegna loftslagsbreytinga
Sjávargras er mikilvægt vegna loftslagsbreytinga. Mynd: Benjamin I Jones/Unsplash

Alþjóðlegur dagur sjávargrass. Sjávargras hefur verið kallað „lungu sjávar”.  Hér eru á ferðinni blómaplöntur sem þrífast á grunnsævi og hýsa kynstrin öll af sjávar-lífverum. Það kemur jafnt lífi ofansjávar og undir yfirborði sjávar til góða. 1.mars 2023 er Alþjóðlegur dagur sjávargrass og er haldinn í fyrsta skipti 2023.

Sjávargras
Vistheim í Tampa-flóa í Bandaríkjunum. Mynd: The Tampa Bay Estuary Program/Unsplash

Ástæðan er sú að sjávargras á undir högg að sækja. Sjávargras er einnig þekkt undir nafninu sjávargraslendi. Hér er á ferð eitt afkastamesta vistkerfi jarðar. Sjávargras vex á sandbotni.

Alþjóðlegur dagur sjávargrass er haldinn, til að vekja athygli á því að þetta umhverfi er talið eitt afkastamesta vistkerfi jarðar.

Hér eru tíu atriði um þessa mikilvægu plöntu.

 1. Sjávargras finnst um allan heim frá hitabeltinu að heimskautsbaug.

  Sjávargras eða sjávargresi, er að finna undan ströndum 159 ríkja á sex meginlöndum og þekur svæði sem nær yfir 300 þúsund ferkílómetra. Milljarður manna býr innan hundrað kílómetra frá sjávargrasbreiðum.

  Sjávargras þorskur
  Þorskur þrífst innanum sjávargras. Mynd: Hans-Petter Fjeld
  Creative Commons Attribution-Share Alike 2.5
 1. 72 mismunandi sjávargrös eru í heiminum.

Sjávargras er ekki það sama og þang og hefur þróast á 70 milljónum ára út frá því grasi sem við þekkjum af landi. Sem dæmi um sjávargras í Evrópu má nefna algengustu tegundirnar sem tilheyra ættkvíslinni Zostera eða æðargös, t.d. Zostera marina og Zostera noltii.

Sjávargras
Sjávargras fangar kolefni. Mynd: Benjamin L. Jones/Unsplash
 1. Sjávargrös eru þýðingarmikil fyrir líffræðilega fjölbreytni.

Sjávargrasbreiður sjá lífi í sjónum fyrir fæðu og skjóli, þar á meðal tegundum í útrýmingarhættu á borð við sæhestum og skjaldbökum. Jurtin heldur hafinu hreinu og heilbrigðu með því að soga til sín skaðleg næringarefni og helminga tíðni sjúkdómsvaldandi baktería. Sjávargras er einnig stuðpúði gegn súrnun, og verndar viðkvæm vistkerfi og tegundir, á borð við kóralrif.

 1. Sjávargras er einnig mikilvægt lífi á landi.

Sake sjávargras
Sake. Mynd: Jason Leung/Unsplash

Þótt sjávargras þrífist undir yfirborði sjávar, hefur það hlutverki að gegna fyrir líf á yfirborði jarðar. Sjávargraslendi stuðlað að vernd strandsvæða fyrir landbroti, stormum og flóðum með því að hemja öldugang.

Sjávargrasbreiður eru einnig heimili fiska, sem við leggjum okkur til munns, þar á meðal þorsks og ufsa. Jafnt sjávarútvegur sem ferðamennska eru háð sjávargrasi. 20% fiskjar, sem er veiddur nýtur tilveru þessarar sjávarplöntu.

Sjávargras er svo uppistaða í ýmsum vörutegundum, hvort heldur sem er innan lyfjaiðnaðarins til matvæla og drykkjar á borð við hið japanska sake.

 1. Sjávargras og loftslagsbreytingar

Sjávargras á þátt í að milda áhrif loftslagsbreytinga með því að fanga kolefni. Þótt sjávargras þekji aðeins 0.1% yfirborðs sjávarbotnsins, eru það einstaklega skilvirkt í að drekka í sig kolefni. Sjávargrös hýsa 18% af öllu kolefni í sjónum.

 1. Sjávargraslendi nýtur minnstrar verndar af strand-vistkerfum.

Aðeins 26% af sjávargrasbreiðum á skrá tilheyra vernduðum hafsvæðum, sem er lítið miðað við 40% kóralrifja og 43% fenjaviðar.

Sjávargras
Mynd: The Tampa Bay Estuary/Unsplash
 1. Sjávargras hefur látið undan síga frá því á nítjándu öld.

Nærri 30% sjávargraslendis hefur tapast frá því í lok nítjándu aldar. Talið er að 7% þessa mikilvæga búsvæðis tapist á ári. Þetta samsvarar því að svæði á stærð við fótboltavöll hverfi á hálftíma fresti.

 1. Virkni mannsins ógnar sjávargrasi.

Sjávargrasi stafar helst ógn af úrgangi frá borgumk iðnaði og landbúnaði. Einnig þróun strandsvæða, dýpkun, stjórnlausum fiskveiðum og bátum, auk loftslagsbreytinga.

 1. Sjávargras tengist Heimsmarkmiðunum um sjálfbæra þróun.

Heimsmarkmið um Sjálfbæra þróun
Heimsmarkmið um Sjálfbæra þróun

Verndun og endurreisn sjávargraslendis tengist hvorki meira né minna en tíu Heimsmarkmiðanna, og ekki aðeins þeim sem snúa að umhverfisvernd.

Vissulega vegur þungt að vernd sjávargrass stuðlar að mildun áhrifa loftslagsbreytinga með því að fanga og hýsa kolefni (Heimsmarkmið 13) og styður líffræðilega fjölbreytni sjávar (Heimsmarkmið 14).

Hundruð milljóna manna treysta á sjávargrös vegna protein-innihalds þeirra (Heimsmarkmið 2). Konur gegna lyklhlutverki í stjórnun og verndun vistkerfa sjávargrass (Heimsmarkmið 5). Sjávargras síar út mengandi efni (Heimsmarkmið 5). Þá er það vörn fyrir náttúruhamförum (Heimsmarkmið 11) og styður lífsviðurværi fólks í líki fiskveiða og ferðamennsku (Heimsmarkmið 1 og 8).

 1. Viðleitni er hafin á heimsvísu til að endurreisa sjávargraslendur.

Heimsátak til að endurlífga náttúruleg svæði er hafið, og er það hluti af Áratug vistheimtar á vettvangi Sameinuðu þjóðanna.  Alþjóðlegs átaks er þörf til að stöðva hrörnun sjávargrass. Dæmi um vistheimt á þessu sviði er að finna í Gazi-flóa í Kenía, Mapútó-flóa í Mósambík en einnig í Dale-flóa í Wales.

 Sjá nánar hér:

 • Um sjávargrös, sjá hér.
 • Alþjóðleg ferskvatnsráðstefna Sameinuðu þjóðanna 2023, sjá hér.
 • Áratugur vistheimtar, sjá hér.
 • Gildi sjávargrass fyrir umhverfið og fólkið, sjá hér.
 • Endurkoma sjávargrass, einnar mikilvægustu jurtar hafsins,sjá hér.
 • Hvernig verndun sjávargrass getur stuðlað að því að bjarga hafinu, sjá hér.
 • Vistheimt: áætlun í þágu fólks og plánetu, sjá hér.